Formúla 1

Rússar borga 4.4 miljarða á ári fyrir Formúlu 1 mótshald

Bernie Ecclestone og Vladimir Putin á fréttamannfundi vegna Formúlu 1 samningsins í dag.
Bernie Ecclestone og Vladimir Putin á fréttamannfundi vegna Formúlu 1 samningsins í dag. Mynd: AP Images

Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands er ánægður með langtímasamning um Formúlu 1 mótshald í Rússlandi, en Bernie Ecclestone gekk í dag frá samningum þess efnis. Mót verða við ferðamannabæinn Socchi frá árinu 2014-2020.

Samkvæmt frétt á bbc.com greiða Rússar 4.388 miljarða á ári fyrir réttinn á mótshaldi á Formúlu 1, en braut verður smíðuð við ferðamannabæinn Socchi við Svarta hafið og sagðist Ecclestone mjög ánægðir með samningin. Hann reyndi um tíma að koma á mótshaldi í Moskvu og Sankti Pétursborg, en það gekk ekki upp.

"Þeir ætla að byggja upp fyrsta flokk aðstöðu, bæði fyrir vertraolympíuleikanna í Socchi 2014 og Formúlu 1. Ég vona að Formúla 1 verði stór þáttur í uppbyggingu Socchi", sagði Ecclestone um gang mála. Putin var líka sáttur við samningin.

"Þetta er mikilvægt mótshald fyrir okkur, af því við getum notað alla aðstöðu sem verður byggð fyrir Olympíuleikanna 2014", sagði Putin, en byggja á upp alla aðstöðu í Socchi fyrir báðar íþróttagreinar. Til greina kemur að fresta Formúlu 1 mótinu til 2015, en undirbúningur fyrir Olympíuleikanna og Formúlu 1 mótið skarast á undirbúningstímanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×