Viðskipti erlent

Ryanair ræðst á easyJet með Mugabe

Auglýsing Ryanair
Auglýsing Ryanair Mynd/AFP
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birti í dag mynd af Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, í auglýsingu þar sem stundvísi aðalkeppinautarins easyJet er líkt við Air Zimbabwe.

„Hér er nýr yfirmaður stundvísideildar easyJet,“ stendur við myndina af Mugabe en Ryanair stundar það að ráðast á easyJet með blaðaauglýsingum.

Fyrr í mánuðinum birtust fréttir í Daily Telegraph og Sunday Times þar sem stundvísi easyJet var líkt við Air Zimbabwe. Þessar fyrirsagnir notar Ryanair í dag til að koma höggi á keppinautinn.

Forstjóri Ryanair, Michael O'Leary, verður seint sakaður um að slaka á í samkeppninni á flugmarkaðnum. Aðeins tíu dagar eru liðnir síðan hann var dæmdur til að greiða forstjóra easyJet, Stelios Haji-Ioannou, bætur og biðja hann afsökunar á því að kalla forstjórann Gosa og gefa í skyn að hann lygi um stundvísi easyJet.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×