Barátta á bakvið tjöldin Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2010 20:57 Valdabarátta fer fram á bakvið tjöldin innan Vinstri grænna sem meðal annars endurspeglast í harðnandi átökum innan flokksins um evrópumál. Hófsamari öfl í flokknum segja kröfur harðlínuarmsins í þeim efnum í raun kröfu um stjórnarslit. Undanfarnar vikur hefur hópur harðra andstæðinga Evrópusambandsins innan Vinstri grænna orðið æ háværari sem meðal annars birtist í heilsíðu auglýsingum í dagblöðunum um helgina. Þar er forysta flokksins sögð hafa farið gegn stefnu hans og fyrirheitum í Evrópumálum. Talað er um aðlögunarferli en ekki umsóknarferli og bergmálar það málflutning Heimssýnar, þar sem saman eru komnir einarðir andstæðingar sambandsins frá hægri og vinstri. Áhrifafólki innan Vinstri grænna gremst þátttaka flokkssystikyna í Heimssýn og talar jafnvel um hana sem vanheilagt bandalag við hægri öfgamenn, sem eigi ekkert sameinglegt með félagslegum áherslum flokksins. Það sé undarlegt að þetta sama fólk vilji stefna stjórnarsamstarfinu í hættu með kröfum um að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Það sé bein ögrun við samstarfsflokkinn og stjórnarsáttmálann. Katrín Jakbobsdóttir varaformaður flokksins er einarður andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu, en hennar starf sem varaformaður felst meðal annars í að bera klæði á vopin innan flokksins. Hún telur aðildarviðræðurnar ekki hafa leysts upp í aðlögunarferli. „Þó má segja að þessar aðildarviðræður hafa breyst á undanförnum árum hjá Evrópusambandinu og þróast meira út í aðlögunarferli. En við höfum hins vegar litið svo á að það þurfi ekki að gilda um Ísland í þessum viðræðum og það verði engar stofnanabreytingar nema þjóðin ákveði að segja já við þeim samningi sem verður komið heim með," segir Katrín. Á þeim forsendum hafi ráðherrar Vinstri grænna ekki sóst eftir styrkjum frá Evrópusambandinu í tengslum við viðræðurnar. Steingrímur J. Sigfússon hefur verið formaður flokksins í öll þau rúmu tíu ár sem liðin eru frá stofnun flokksins. Heimildarmenn innan flokksins segja hluta flokksmanna með Ögmund Jónasson í fararbroddi takast á um áhrif og völd inann flokksins við núverandi flokksforystu. Þessi hópur reynist forystunni erfiður, til dæmis varðandi Icesave og gráti það ekki þótt formaðurinn og aðrir honum nátengdir, séu málaðir á vegginn sem svikarar við stefnu flokksins í evrópumálum sem og öðrum málum. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Valdabarátta fer fram á bakvið tjöldin innan Vinstri grænna sem meðal annars endurspeglast í harðnandi átökum innan flokksins um evrópumál. Hófsamari öfl í flokknum segja kröfur harðlínuarmsins í þeim efnum í raun kröfu um stjórnarslit. Undanfarnar vikur hefur hópur harðra andstæðinga Evrópusambandsins innan Vinstri grænna orðið æ háværari sem meðal annars birtist í heilsíðu auglýsingum í dagblöðunum um helgina. Þar er forysta flokksins sögð hafa farið gegn stefnu hans og fyrirheitum í Evrópumálum. Talað er um aðlögunarferli en ekki umsóknarferli og bergmálar það málflutning Heimssýnar, þar sem saman eru komnir einarðir andstæðingar sambandsins frá hægri og vinstri. Áhrifafólki innan Vinstri grænna gremst þátttaka flokkssystikyna í Heimssýn og talar jafnvel um hana sem vanheilagt bandalag við hægri öfgamenn, sem eigi ekkert sameinglegt með félagslegum áherslum flokksins. Það sé undarlegt að þetta sama fólk vilji stefna stjórnarsamstarfinu í hættu með kröfum um að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Það sé bein ögrun við samstarfsflokkinn og stjórnarsáttmálann. Katrín Jakbobsdóttir varaformaður flokksins er einarður andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu, en hennar starf sem varaformaður felst meðal annars í að bera klæði á vopin innan flokksins. Hún telur aðildarviðræðurnar ekki hafa leysts upp í aðlögunarferli. „Þó má segja að þessar aðildarviðræður hafa breyst á undanförnum árum hjá Evrópusambandinu og þróast meira út í aðlögunarferli. En við höfum hins vegar litið svo á að það þurfi ekki að gilda um Ísland í þessum viðræðum og það verði engar stofnanabreytingar nema þjóðin ákveði að segja já við þeim samningi sem verður komið heim með," segir Katrín. Á þeim forsendum hafi ráðherrar Vinstri grænna ekki sóst eftir styrkjum frá Evrópusambandinu í tengslum við viðræðurnar. Steingrímur J. Sigfússon hefur verið formaður flokksins í öll þau rúmu tíu ár sem liðin eru frá stofnun flokksins. Heimildarmenn innan flokksins segja hluta flokksmanna með Ögmund Jónasson í fararbroddi takast á um áhrif og völd inann flokksins við núverandi flokksforystu. Þessi hópur reynist forystunni erfiður, til dæmis varðandi Icesave og gráti það ekki þótt formaðurinn og aðrir honum nátengdir, séu málaðir á vegginn sem svikarar við stefnu flokksins í evrópumálum sem og öðrum málum.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira