Schumacher elskar Suzuka 8. október 2010 10:00 Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan. Mynd: Getty Images Michael Schumacher er sáttur eftir æfingar næturinnar á Suzuka brautinni í Japan, en hann hefur unnið mót á brautinni oftar en nokkur annar eða sex sinnum. Hann var meðal átta fremstu á báðum æfingunum í nótt og á undan liðsfélaga sínum Nico Rosberg. Brautin í Suzuka er 5.807 km löng og í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum vegna þess hvernig hún er í laginu, en brautin er sú eina sem er áttulaga. "Það er frábær tilfinning að keyra þessa braut á ný. Það er virkilega skemmtilegt og verðugt verkefni. Ég hef alltaf elskað Suzuka brautina og sérstaklega fyrsta tímatökusvæðið, sem er svalt og reynir á. Ef maður kemst rétt í gegnum þá upplifuru vellíðan. Ég er ánægður með æfinguna í dag og bíllinn virðist betri hérna en ég átti von á og það kom ekkert sérstakt upp á. Vonandi gengur vel í tímatökunni og við reynum að hámarka árangurinn", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. Liðsfélagi hans Rosberg lenti í vandræðum með bílinn í nótt. "Þetta var erfiður föstudagur. Gírkassinn bilaði í bílnum og ég tapaði tíma á lokahluta fyrri æfingarinnar. Síðan var ég bara ekkert sáttur við bílinn. Bíllinn var mjög undirstýrður og ég veit ekki afhverju. Það þarf að skoðast. Þetta verður áhugaverð helgi. Það gekk vel á mýkri dekkjunum og vonandi getum við byggt á því í framhaldinu. Þetta verður áhugaverð helgi í ljósi þess að það á að rigna og við reynum að nýta það sem best", sagði Rosberg. Sýnt verður frá æfingunum á Suzuka brautinni í Japan kl. 21.10 á Stöð 2 Sport í kvöld. Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Michael Schumacher er sáttur eftir æfingar næturinnar á Suzuka brautinni í Japan, en hann hefur unnið mót á brautinni oftar en nokkur annar eða sex sinnum. Hann var meðal átta fremstu á báðum æfingunum í nótt og á undan liðsfélaga sínum Nico Rosberg. Brautin í Suzuka er 5.807 km löng og í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum vegna þess hvernig hún er í laginu, en brautin er sú eina sem er áttulaga. "Það er frábær tilfinning að keyra þessa braut á ný. Það er virkilega skemmtilegt og verðugt verkefni. Ég hef alltaf elskað Suzuka brautina og sérstaklega fyrsta tímatökusvæðið, sem er svalt og reynir á. Ef maður kemst rétt í gegnum þá upplifuru vellíðan. Ég er ánægður með æfinguna í dag og bíllinn virðist betri hérna en ég átti von á og það kom ekkert sérstakt upp á. Vonandi gengur vel í tímatökunni og við reynum að hámarka árangurinn", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. Liðsfélagi hans Rosberg lenti í vandræðum með bílinn í nótt. "Þetta var erfiður föstudagur. Gírkassinn bilaði í bílnum og ég tapaði tíma á lokahluta fyrri æfingarinnar. Síðan var ég bara ekkert sáttur við bílinn. Bíllinn var mjög undirstýrður og ég veit ekki afhverju. Það þarf að skoðast. Þetta verður áhugaverð helgi. Það gekk vel á mýkri dekkjunum og vonandi getum við byggt á því í framhaldinu. Þetta verður áhugaverð helgi í ljósi þess að það á að rigna og við reynum að nýta það sem best", sagði Rosberg. Sýnt verður frá æfingunum á Suzuka brautinni í Japan kl. 21.10 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira