Innlent

Hera Björk stóð sig með prýði

Frá æfingu fyrr í dag.
Frá æfingu fyrr í dag.
Flutningur Heru Bjarkar fékk frábærar viðtökur í Osló í dag þegar hún flutti framlag Íslands í Eurovision keppninni. Hera flutti lagið Je Ne Sais Quoi með stakri prýði og þegar flutningi lauk ætlaði þakið að rifna af Telenor höllinni. Nú verður kosið um hvaða lönd komast áfram í úrslitakepnnina sem haldin verður á laugardag.






Tengdar fréttir

Eurovision: Tilbúin fyrir stóru stundina - myndir

Hera Björk og Örlygur Smári höfundar lagsins Je Ne Sais Quoi eru ánægð með síðustu æfinguna sem fram fór í Telenor höllinni í Osló dag. Í kvöld flytur Hera ásamt söngvurum lagið í beinni útsendingu í fyrra undanúrslitakvöldi Evrópusöngvakeppninnar sem hefst klukkan 19:00 í kvöld. Sautján lög verða flutt og komast tíu lög áfram í úrslitakeppnina á laugardag. Skoða má Heru Björk og hennar fólk í myndasafninu en þau verða síðust á svið í kvöld.

Eurovisionkveðja frá Osló - myndband

„Við erum að fara upp á herbergi með smá pizzu áður en við förum á æfingu núna í kvöld í Telenor-höllinni," sagði Pétur Örn Guðmundsson söngvari sem var með fangið fullt af pizzum þegar við hittum hann og söngkonurnar Heiðu Ólafs og Ernu Hrönn á Radisson hótelinu í Osló í gærkvöldi. Þá senda söngvararnir Íslendingum hlýja Eurovisionkveðju í meðfylgjandi myndskeiði. Hera Björk á rauða dreglinum.

Linda Björg: Kjóll Birtu fer vel við litarhaft Heru

Linda Björg Árnadóttir átti í hörðum orðaskiptum við Birtu Björnsdóttur fatahönnuð eftir úrslitaþátt Eurovision-keppninnar hér á landi en er almennt sátt með kjól Heru Bjarkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×