Enski boltinn

Redknapp orðaður við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Fréttastofa Sky Sports kveðst hafa heimildir fyrir því að forráðamenn Liverpool hafi áhuga á því að fá Harry Redknapp til að taka við knattspyrnustjórn liðsins.

Fyrr í vikunni hætti Rafael Benitez hjá liðinu og eigendur liðsins eru sagðir vilja fá Breta til að taka við af honum.

Redknapp er stjóri Tottenham og kom liðinu í Meistaradeild Evrópu nú í vor. Liverpool þarf að sama skapi að sætta sig við að spila í Evrópudeild UEFA á næstu leiktíð.

Fram kemur í frétt Sky Sports að eigendur Liverpool eru sagðir hrifnir af því hversu klókur Redknapp er á leikmannamarkaðnum en fjárhagsstaða Liverpool er ekki góð. Talið er að nýr stjóri fái ekki háar upphæðir til leikmannakaupa.

Redknapp á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham og viðræður um nýjan samning eru ekki hafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×