Hvað er það sem seðlabankinn gerði rangt? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 13. apríl 2010 19:28 Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét vera að grípa til ráðstafana eftir að hann fékk upplýsingar frá innanbúðarmanni úr einum viðskiptabankanna um óeðlilegar risaskuldir tengdra aðila í bönkunum. Rannsóknarnefndin átelur Seðlabankann harðlega fyrir að hafa ekki brugðist við rökstuddum grun um kerfisáhættu. Vanræksla og ótæk vinnubrögð um Glitnishelgina er einkunn rannsóknarnefndarinnar um seðlabankastjórana. En nú ber þessi stofnun ríka skyldu, hún á að stuðla að stöðugu verðlagi - það mistókst - og hún á að tryggja fjármálastöðugleika. Það tókst ekki. En hvað er það nákvæmlega - að mati rannsóknarnefndar - sem Seðlabankinn gerði rangt? Til að tryggja stöðugleika á bankinn að hafa yfirsýn yfir fjármálakerfið. Nefndin telur - að verulega hafi skort á þessa yfirsýn. Í fyrsta lagi telur nefndin að bankinn hafi ekki brugðist við hugsanlegri kerfisáhættu vegna stórra áhættulána tengdra aðila í bönkunum. Meðal dæma í skýrslunni er að um mitt sumar 2008 kom ónefndur bankamaður til Davíðs - sem hefði teiknað upp mynd af tengslum stærstu skuldara bankanna - mynd sem nú er komið í ljós að var líklega verri en margan grunaði. Davíð segir í skýrslutöku: „Og ef það var svo þá sá ég fyrir mér að þessir bankar mundu fyrr eða síðar allir fara á hausinn." Hann bar þetta upp við FME - en upplýsingar ónefnda bankamannsins stemmdu ekki við upplýsingar forstjóra FME. Davíð var spurður við skýrslutöku til hvaða ráðstafana hann hefði gripið til að ganga úr skugga um hið rétta í málinu. Þar segir hann: „Ég gerði engar sérstakar ráðstafanir ... - ég reyndar held að ég hafi sagt mínum félögum frá því, að ég væri að fá upplýsingar sem væri verið að vinna sem virtust benda í þá átt að mínar áhyggjur í þessum efnum væru réttar en fullyrðingar Fjármálaeftirlitsins væru rangar." Nefndin telur að Seðlabankinn hafi haft rökstuddan grun um kerfisáhættu, því hefði bankinn átt að kalla eftir nauðsynlegum upplýsingum til að meta hana, en látið ógert. Það telur nefndin "afar gagnrýnisvert." Í öðru lagi átelur nefndin að athafnaleysi bankans við fjölmörgum hættumerkjum, jafnist á við vanrækslu. Þá vekur nefndin athygli á því að Seðlabankinn aflétti bindiskyldu á erlend útibú íslenskra banka, t.d. Icesave - og að ekki verði séð að hann hafi beitt valdheimildum eins og dagsektum til að kalla eftir upplýsingum - né hafi hann þrátt fyrir áhyggjur af ástandinu beint formlegum tillögum að nauðsynlegum aðgerðum við ríkisstjórnina. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar er að grípa hefði þurft til aðgerða strax árið 2006 til að hemja vöxt bankanna. Það ár sagði Seðlabankinn hins vegar í stöðugleikaskýrslu sinni: „Á liðnum árum hafa stjórnvöld byggt upp trausta umgjörð laga, reglna og eftirlits með fjármálastarfsemi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannaríkjum." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét vera að grípa til ráðstafana eftir að hann fékk upplýsingar frá innanbúðarmanni úr einum viðskiptabankanna um óeðlilegar risaskuldir tengdra aðila í bönkunum. Rannsóknarnefndin átelur Seðlabankann harðlega fyrir að hafa ekki brugðist við rökstuddum grun um kerfisáhættu. Vanræksla og ótæk vinnubrögð um Glitnishelgina er einkunn rannsóknarnefndarinnar um seðlabankastjórana. En nú ber þessi stofnun ríka skyldu, hún á að stuðla að stöðugu verðlagi - það mistókst - og hún á að tryggja fjármálastöðugleika. Það tókst ekki. En hvað er það nákvæmlega - að mati rannsóknarnefndar - sem Seðlabankinn gerði rangt? Til að tryggja stöðugleika á bankinn að hafa yfirsýn yfir fjármálakerfið. Nefndin telur - að verulega hafi skort á þessa yfirsýn. Í fyrsta lagi telur nefndin að bankinn hafi ekki brugðist við hugsanlegri kerfisáhættu vegna stórra áhættulána tengdra aðila í bönkunum. Meðal dæma í skýrslunni er að um mitt sumar 2008 kom ónefndur bankamaður til Davíðs - sem hefði teiknað upp mynd af tengslum stærstu skuldara bankanna - mynd sem nú er komið í ljós að var líklega verri en margan grunaði. Davíð segir í skýrslutöku: „Og ef það var svo þá sá ég fyrir mér að þessir bankar mundu fyrr eða síðar allir fara á hausinn." Hann bar þetta upp við FME - en upplýsingar ónefnda bankamannsins stemmdu ekki við upplýsingar forstjóra FME. Davíð var spurður við skýrslutöku til hvaða ráðstafana hann hefði gripið til að ganga úr skugga um hið rétta í málinu. Þar segir hann: „Ég gerði engar sérstakar ráðstafanir ... - ég reyndar held að ég hafi sagt mínum félögum frá því, að ég væri að fá upplýsingar sem væri verið að vinna sem virtust benda í þá átt að mínar áhyggjur í þessum efnum væru réttar en fullyrðingar Fjármálaeftirlitsins væru rangar." Nefndin telur að Seðlabankinn hafi haft rökstuddan grun um kerfisáhættu, því hefði bankinn átt að kalla eftir nauðsynlegum upplýsingum til að meta hana, en látið ógert. Það telur nefndin "afar gagnrýnisvert." Í öðru lagi átelur nefndin að athafnaleysi bankans við fjölmörgum hættumerkjum, jafnist á við vanrækslu. Þá vekur nefndin athygli á því að Seðlabankinn aflétti bindiskyldu á erlend útibú íslenskra banka, t.d. Icesave - og að ekki verði séð að hann hafi beitt valdheimildum eins og dagsektum til að kalla eftir upplýsingum - né hafi hann þrátt fyrir áhyggjur af ástandinu beint formlegum tillögum að nauðsynlegum aðgerðum við ríkisstjórnina. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar er að grípa hefði þurft til aðgerða strax árið 2006 til að hemja vöxt bankanna. Það ár sagði Seðlabankinn hins vegar í stöðugleikaskýrslu sinni: „Á liðnum árum hafa stjórnvöld byggt upp trausta umgjörð laga, reglna og eftirlits með fjármálastarfsemi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannaríkjum."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira