Hvað er það sem seðlabankinn gerði rangt? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 13. apríl 2010 19:28 Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét vera að grípa til ráðstafana eftir að hann fékk upplýsingar frá innanbúðarmanni úr einum viðskiptabankanna um óeðlilegar risaskuldir tengdra aðila í bönkunum. Rannsóknarnefndin átelur Seðlabankann harðlega fyrir að hafa ekki brugðist við rökstuddum grun um kerfisáhættu. Vanræksla og ótæk vinnubrögð um Glitnishelgina er einkunn rannsóknarnefndarinnar um seðlabankastjórana. En nú ber þessi stofnun ríka skyldu, hún á að stuðla að stöðugu verðlagi - það mistókst - og hún á að tryggja fjármálastöðugleika. Það tókst ekki. En hvað er það nákvæmlega - að mati rannsóknarnefndar - sem Seðlabankinn gerði rangt? Til að tryggja stöðugleika á bankinn að hafa yfirsýn yfir fjármálakerfið. Nefndin telur - að verulega hafi skort á þessa yfirsýn. Í fyrsta lagi telur nefndin að bankinn hafi ekki brugðist við hugsanlegri kerfisáhættu vegna stórra áhættulána tengdra aðila í bönkunum. Meðal dæma í skýrslunni er að um mitt sumar 2008 kom ónefndur bankamaður til Davíðs - sem hefði teiknað upp mynd af tengslum stærstu skuldara bankanna - mynd sem nú er komið í ljós að var líklega verri en margan grunaði. Davíð segir í skýrslutöku: „Og ef það var svo þá sá ég fyrir mér að þessir bankar mundu fyrr eða síðar allir fara á hausinn." Hann bar þetta upp við FME - en upplýsingar ónefnda bankamannsins stemmdu ekki við upplýsingar forstjóra FME. Davíð var spurður við skýrslutöku til hvaða ráðstafana hann hefði gripið til að ganga úr skugga um hið rétta í málinu. Þar segir hann: „Ég gerði engar sérstakar ráðstafanir ... - ég reyndar held að ég hafi sagt mínum félögum frá því, að ég væri að fá upplýsingar sem væri verið að vinna sem virtust benda í þá átt að mínar áhyggjur í þessum efnum væru réttar en fullyrðingar Fjármálaeftirlitsins væru rangar." Nefndin telur að Seðlabankinn hafi haft rökstuddan grun um kerfisáhættu, því hefði bankinn átt að kalla eftir nauðsynlegum upplýsingum til að meta hana, en látið ógert. Það telur nefndin "afar gagnrýnisvert." Í öðru lagi átelur nefndin að athafnaleysi bankans við fjölmörgum hættumerkjum, jafnist á við vanrækslu. Þá vekur nefndin athygli á því að Seðlabankinn aflétti bindiskyldu á erlend útibú íslenskra banka, t.d. Icesave - og að ekki verði séð að hann hafi beitt valdheimildum eins og dagsektum til að kalla eftir upplýsingum - né hafi hann þrátt fyrir áhyggjur af ástandinu beint formlegum tillögum að nauðsynlegum aðgerðum við ríkisstjórnina. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar er að grípa hefði þurft til aðgerða strax árið 2006 til að hemja vöxt bankanna. Það ár sagði Seðlabankinn hins vegar í stöðugleikaskýrslu sinni: „Á liðnum árum hafa stjórnvöld byggt upp trausta umgjörð laga, reglna og eftirlits með fjármálastarfsemi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannaríkjum." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét vera að grípa til ráðstafana eftir að hann fékk upplýsingar frá innanbúðarmanni úr einum viðskiptabankanna um óeðlilegar risaskuldir tengdra aðila í bönkunum. Rannsóknarnefndin átelur Seðlabankann harðlega fyrir að hafa ekki brugðist við rökstuddum grun um kerfisáhættu. Vanræksla og ótæk vinnubrögð um Glitnishelgina er einkunn rannsóknarnefndarinnar um seðlabankastjórana. En nú ber þessi stofnun ríka skyldu, hún á að stuðla að stöðugu verðlagi - það mistókst - og hún á að tryggja fjármálastöðugleika. Það tókst ekki. En hvað er það nákvæmlega - að mati rannsóknarnefndar - sem Seðlabankinn gerði rangt? Til að tryggja stöðugleika á bankinn að hafa yfirsýn yfir fjármálakerfið. Nefndin telur - að verulega hafi skort á þessa yfirsýn. Í fyrsta lagi telur nefndin að bankinn hafi ekki brugðist við hugsanlegri kerfisáhættu vegna stórra áhættulána tengdra aðila í bönkunum. Meðal dæma í skýrslunni er að um mitt sumar 2008 kom ónefndur bankamaður til Davíðs - sem hefði teiknað upp mynd af tengslum stærstu skuldara bankanna - mynd sem nú er komið í ljós að var líklega verri en margan grunaði. Davíð segir í skýrslutöku: „Og ef það var svo þá sá ég fyrir mér að þessir bankar mundu fyrr eða síðar allir fara á hausinn." Hann bar þetta upp við FME - en upplýsingar ónefnda bankamannsins stemmdu ekki við upplýsingar forstjóra FME. Davíð var spurður við skýrslutöku til hvaða ráðstafana hann hefði gripið til að ganga úr skugga um hið rétta í málinu. Þar segir hann: „Ég gerði engar sérstakar ráðstafanir ... - ég reyndar held að ég hafi sagt mínum félögum frá því, að ég væri að fá upplýsingar sem væri verið að vinna sem virtust benda í þá átt að mínar áhyggjur í þessum efnum væru réttar en fullyrðingar Fjármálaeftirlitsins væru rangar." Nefndin telur að Seðlabankinn hafi haft rökstuddan grun um kerfisáhættu, því hefði bankinn átt að kalla eftir nauðsynlegum upplýsingum til að meta hana, en látið ógert. Það telur nefndin "afar gagnrýnisvert." Í öðru lagi átelur nefndin að athafnaleysi bankans við fjölmörgum hættumerkjum, jafnist á við vanrækslu. Þá vekur nefndin athygli á því að Seðlabankinn aflétti bindiskyldu á erlend útibú íslenskra banka, t.d. Icesave - og að ekki verði séð að hann hafi beitt valdheimildum eins og dagsektum til að kalla eftir upplýsingum - né hafi hann þrátt fyrir áhyggjur af ástandinu beint formlegum tillögum að nauðsynlegum aðgerðum við ríkisstjórnina. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar er að grípa hefði þurft til aðgerða strax árið 2006 til að hemja vöxt bankanna. Það ár sagði Seðlabankinn hins vegar í stöðugleikaskýrslu sinni: „Á liðnum árum hafa stjórnvöld byggt upp trausta umgjörð laga, reglna og eftirlits með fjármálastarfsemi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannaríkjum."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira