Viðskipti erlent

Óttinn um þjóðargjaldþrot Írlands aldrei meiri

Óttinn um þjóðargjaldþrot Írlands hefur aldrei verið meiri í sögunni. Skuldatryggingaálag Írlands er komið í 428 punkta og hefur ekki verið hærra síðan mælingar á þessu álagi hófust.

Samkvæmt CMA gagnaveitunni er Írland nú komið í sjötta sætið á lista þeirra 10 þjóða sem taldar eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Eins og kunnugt er af fréttum er nokkuð um liðið síðan að Ísland var síðast á þessum lista.

Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að frá því í byrjun ágúst hafi skuldatryggingaálag Írlands tvöfaldast.

Samhliða þessu fara vextir nú hækkandi á skuldabréfum írska ríkisins og eru nú komnir í 6,3% fyrir bréf til 10 ára og í 3,9% fyrir bréf til 2ja ára.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×