Enski boltinn

Klinsmann orðaður við Newcastle

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fjölmiðlar á Engandi greindu frá því fyrr í dag að Alan Pardew myndi væntanlega taka við sem knattspyrnustjóri hjá Newcastle en ekki er víst að það gangi eftir.

Vefmiðillinn sporting preview segir að sú saga sé til þess að afvegaleiða fjölmiðla þar sem félagið sé að semja við Þjóðverjann Jurgen Klinsmann á bak við tjöldin. Miðillinn gengur svo langt að halda því fram að Klinsmann verði ráðinn á morgun.

Miðillinn segir að rætt hafi verið við Klinsmann í síðustu viku og hafi strax sýnt mikinn áhuga á því að taka við starfinu.

Klinsmann hefur ekkert þjálfað síðan hann gerði ágæta hluti með þýska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×