Krefur fólk um kennitölu þrátt fyrir lagabann 17. september 2010 04:30 Landsbankinn Persónuvernd segir að Landsbankinn hafi enga heimild haft til að heimta kennitölu af manni sem ætlaði að borga gíróseðla fyrir veika systur sína.Fréttablaðið/GVA Persónuvernd segir Landsbankann ekki hafa mátt heimta kennitölu af manni sem ætlaði að borga tvo gíróseðla fyrir systur sína. Maður fór í sumar í Landsbankann til að borga gíróseðlana fyrir systur sína sem lá á sjúkrahúsi. Upphæðina, 12.601 krónu, vildi hann greiða með peningaseðlum. Hann var krafinn um kennitölu en neitaði að gefa hana upp og var þá synjað um afgreiðslu. Þessu vísaði maðurinn til Persónuverndar. Hann minnti á sambærilegt mál frá því 2009 þegar Persónuvernd sagði Landsbankanum hafa verið óheimilt að krefjast kennitölu vegna viðskipta sem námu 90 þúsund krónum. Landsbankinn sagði Persónuvernd að hann krefði alla viðskiptavini um kennitölu. Meðal annars til að geta rakið viðskipti svo hægt væri að leiðrétta mistök. Þrátt fyrir að fjárhæðin sem maðurinn ætlaði að borga væri minni en viðmiðunarupphæð laga um peningaþvætti þá bæri bankanum að hafa eftirlit með því hvort viðmiðunarfjárhæðin sé greidd í einum hluta eða mörgum. Viðmiðunarfjárhæðin er 15 þúsund evrur, sem svarar til um 2,3 milljóna króna. „Til að bankinn geti átt raunhæfan möguleika á að fylgjast með því hvort verið sé að greiða viðmiðunarfjárhæðina í mörgum litlum greiðslum þá er nauðsynlegt að staðreyna hver viðskiptamaðurinn er í hvert skipti,“ útskýrði bankinn og lagði til að Persónuvernd endurskoðaði sína afstöðu. Það væri grunsamlegt ef menn neituðu að gefa upp kennitölur, sérstaklega ef þeir væru að borga fyrir aðra. „Það hljómar eins og hver önnur hótfyndni, þegar því er haldið fram af hálfu bankans að greiðsla eins og þessi geti verið liður í víðtæku peningaþvætti,“ svaraði kærandinn meðal annars rökum Landsbankans. „Mér reiknast til, að ég hefði þurft að gera mér um það bil 181 ferð í bankann til að ná viðmiðunarfjárhæðinni með sams konar greiðslum.“ Persónuvernd segir það ekki standast hjá Landsbankanum að ávallt þurfi að staðreyna hver viðskiptamaðurinn sé, óháð eðli viðskiptanna. Með því yrði ákvörðun löggjafarvaldsins um lágmarksfjárhæðir í þessum efnum „tilgangslaus“. Lagt hefur verið fyrir Landsbankann að gera sér verklagsreglur fyrir 1. október „um hvenær viðskipti skuli telja þess eðlis að sennilegt sé að þau tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka“. Annars verða lagðar á hann allt að 100 þúsund króna dagsektir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Persónuvernd segir Landsbankann ekki hafa mátt heimta kennitölu af manni sem ætlaði að borga tvo gíróseðla fyrir systur sína. Maður fór í sumar í Landsbankann til að borga gíróseðlana fyrir systur sína sem lá á sjúkrahúsi. Upphæðina, 12.601 krónu, vildi hann greiða með peningaseðlum. Hann var krafinn um kennitölu en neitaði að gefa hana upp og var þá synjað um afgreiðslu. Þessu vísaði maðurinn til Persónuverndar. Hann minnti á sambærilegt mál frá því 2009 þegar Persónuvernd sagði Landsbankanum hafa verið óheimilt að krefjast kennitölu vegna viðskipta sem námu 90 þúsund krónum. Landsbankinn sagði Persónuvernd að hann krefði alla viðskiptavini um kennitölu. Meðal annars til að geta rakið viðskipti svo hægt væri að leiðrétta mistök. Þrátt fyrir að fjárhæðin sem maðurinn ætlaði að borga væri minni en viðmiðunarupphæð laga um peningaþvætti þá bæri bankanum að hafa eftirlit með því hvort viðmiðunarfjárhæðin sé greidd í einum hluta eða mörgum. Viðmiðunarfjárhæðin er 15 þúsund evrur, sem svarar til um 2,3 milljóna króna. „Til að bankinn geti átt raunhæfan möguleika á að fylgjast með því hvort verið sé að greiða viðmiðunarfjárhæðina í mörgum litlum greiðslum þá er nauðsynlegt að staðreyna hver viðskiptamaðurinn er í hvert skipti,“ útskýrði bankinn og lagði til að Persónuvernd endurskoðaði sína afstöðu. Það væri grunsamlegt ef menn neituðu að gefa upp kennitölur, sérstaklega ef þeir væru að borga fyrir aðra. „Það hljómar eins og hver önnur hótfyndni, þegar því er haldið fram af hálfu bankans að greiðsla eins og þessi geti verið liður í víðtæku peningaþvætti,“ svaraði kærandinn meðal annars rökum Landsbankans. „Mér reiknast til, að ég hefði þurft að gera mér um það bil 181 ferð í bankann til að ná viðmiðunarfjárhæðinni með sams konar greiðslum.“ Persónuvernd segir það ekki standast hjá Landsbankanum að ávallt þurfi að staðreyna hver viðskiptamaðurinn sé, óháð eðli viðskiptanna. Með því yrði ákvörðun löggjafarvaldsins um lágmarksfjárhæðir í þessum efnum „tilgangslaus“. Lagt hefur verið fyrir Landsbankann að gera sér verklagsreglur fyrir 1. október „um hvenær viðskipti skuli telja þess eðlis að sennilegt sé að þau tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka“. Annars verða lagðar á hann allt að 100 þúsund króna dagsektir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira