Alonso vann eftir stormasama keppni 24. október 2010 11:34 Fernando Alonso á Ferrari varð á undan Lewis Hamilton á McLaren í Suður Kóreu í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Fernando Alonso á Ferrari vann sigur í fyrsta Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í nótt, eftir að þremur af fimm keppinautum hans um meistaratitilinn í Formúlu 1 fataðist flugið. Lewis Hamilton á McLaren varð annar og Felipe Massa á Ferrari þriðji í keppninni. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel á Red Bull féllu úr leik og Jenson Button komst ekki í stigasæti. Þessir fimm eiga þó allir enn möguleika á meistaratitilinum. Veðurguðirnir settu svip sinn á keppnina, en ekki var hægt að hefja hana á réttum tíma, þar sem vatnsflaumurinn á brautinni var of mikill. Raunverulegur kappakstur hófst ekki fyrr en 1,45 mínútur eftir áætlaða fyrstu ræsingu samkvæmt frétt á autosport.com. Þá hafði verið reynt að ræsa keppnina fyrir aftan öryggisbílinn og eknir voru fjórir hringir. Þá kom hátt í klukkutíma töf og svo óku keppendur 13 hringi fyrir aftan öryggisbílinn eftir endurræsingu. Þegar keppnin komst loks í gang að einhverju marki náði Vettel forystu, en félagi hans Webber brást bogalistinn og snerist í brautinni og rann í veg fyrir Nico Rosberg á Mercedes. Báðir féllu úr leik vegna skemmda á bílunum, en Webber var í stigaforystu fyrir mótið. Enn þurfti að endurræsa keppnina, en nokkru síðar klessti Sebastian Buemi Torro Rosso bíl sinn á Timo Glock á Virgin og enn þurfti að kalla öryggisbílinn út og síðan endurræsa keppnina. Vettel var í forystu eftir endurræsingu og Alonso hafði fallið í þriðja sætið á eftir Hamilton, eftir að mistókst að festa framhjól nógu hratt í þjónustuhléi á meðan öryggisbíllinn var enn í brautinni. En Hamilton missti bílinn líttilega út fyrir braut í fyrstu beygju eftir endurræsingu og Alonso náði framúr aftur og í annað sætið. Vettel var í góðum málum þar til að vélin bílaði í bíl hans og hann varð að hætta keppni, á meðan Alonso náði forystu, sem hann hélt til loka á undan Hamilton. Button gekk illa í keppninni og fékk engin stig út úr mótinu. Með fimmta sigrinum í ár náði Alonso forystu í stigamóti ökumanna þegar tveimur mótum er ólokið. Hann er með 231 stig, Webber er með 220, Hamilton 210 og Vettel 206. Button er með 189 og á tölfræðilega möguleika á sigri, en staða hans er heldur vonlítil. Fimmtíu stig eru í pottinum fyrir sigur í þeim mótum sem eftir eru. Lokastaðan í Suður Kóreu 1. Alonso Ferrari 2:48:20.810 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 14.999 3. Massa Ferrari + 30.868 4. Schumacher Mercedes + 39.688 5. Kubica Renault + 47.734 6. Liuzzi Force India-Mercedes + 53.571 7. Barrichello Williams-Cosworth + 1:09.257 8. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:17.889 9. Heidfeld Sauber-Ferrari + 1:20.107 10. Hulkenberg Williams-Cosworth + 1:20.851 Stigastaðan 1. Alonso 231 1. Red Bull-Renault 426 2. Webber 220 2. McLaren-Mercedes 399 3. Hamilton 210 3. Ferrari 374 4. Vettel 206 4. Mercedes 188 5. Button 189 5. Renault 143 6. Massa 143 6. Force India-Mercedes 68 7. Kubica 124 7. Williams-Cosworth 65 8. Rosberg 122 8. Sauber-Ferrari 43 9. Schumacher 66 9. Toro Rosso-Ferrari 11 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari vann sigur í fyrsta Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í nótt, eftir að þremur af fimm keppinautum hans um meistaratitilinn í Formúlu 1 fataðist flugið. Lewis Hamilton á McLaren varð annar og Felipe Massa á Ferrari þriðji í keppninni. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel á Red Bull féllu úr leik og Jenson Button komst ekki í stigasæti. Þessir fimm eiga þó allir enn möguleika á meistaratitilinum. Veðurguðirnir settu svip sinn á keppnina, en ekki var hægt að hefja hana á réttum tíma, þar sem vatnsflaumurinn á brautinni var of mikill. Raunverulegur kappakstur hófst ekki fyrr en 1,45 mínútur eftir áætlaða fyrstu ræsingu samkvæmt frétt á autosport.com. Þá hafði verið reynt að ræsa keppnina fyrir aftan öryggisbílinn og eknir voru fjórir hringir. Þá kom hátt í klukkutíma töf og svo óku keppendur 13 hringi fyrir aftan öryggisbílinn eftir endurræsingu. Þegar keppnin komst loks í gang að einhverju marki náði Vettel forystu, en félagi hans Webber brást bogalistinn og snerist í brautinni og rann í veg fyrir Nico Rosberg á Mercedes. Báðir féllu úr leik vegna skemmda á bílunum, en Webber var í stigaforystu fyrir mótið. Enn þurfti að endurræsa keppnina, en nokkru síðar klessti Sebastian Buemi Torro Rosso bíl sinn á Timo Glock á Virgin og enn þurfti að kalla öryggisbílinn út og síðan endurræsa keppnina. Vettel var í forystu eftir endurræsingu og Alonso hafði fallið í þriðja sætið á eftir Hamilton, eftir að mistókst að festa framhjól nógu hratt í þjónustuhléi á meðan öryggisbíllinn var enn í brautinni. En Hamilton missti bílinn líttilega út fyrir braut í fyrstu beygju eftir endurræsingu og Alonso náði framúr aftur og í annað sætið. Vettel var í góðum málum þar til að vélin bílaði í bíl hans og hann varð að hætta keppni, á meðan Alonso náði forystu, sem hann hélt til loka á undan Hamilton. Button gekk illa í keppninni og fékk engin stig út úr mótinu. Með fimmta sigrinum í ár náði Alonso forystu í stigamóti ökumanna þegar tveimur mótum er ólokið. Hann er með 231 stig, Webber er með 220, Hamilton 210 og Vettel 206. Button er með 189 og á tölfræðilega möguleika á sigri, en staða hans er heldur vonlítil. Fimmtíu stig eru í pottinum fyrir sigur í þeim mótum sem eftir eru. Lokastaðan í Suður Kóreu 1. Alonso Ferrari 2:48:20.810 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 14.999 3. Massa Ferrari + 30.868 4. Schumacher Mercedes + 39.688 5. Kubica Renault + 47.734 6. Liuzzi Force India-Mercedes + 53.571 7. Barrichello Williams-Cosworth + 1:09.257 8. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:17.889 9. Heidfeld Sauber-Ferrari + 1:20.107 10. Hulkenberg Williams-Cosworth + 1:20.851 Stigastaðan 1. Alonso 231 1. Red Bull-Renault 426 2. Webber 220 2. McLaren-Mercedes 399 3. Hamilton 210 3. Ferrari 374 4. Vettel 206 4. Mercedes 188 5. Button 189 5. Renault 143 6. Massa 143 6. Force India-Mercedes 68 7. Kubica 124 7. Williams-Cosworth 65 8. Rosberg 122 8. Sauber-Ferrari 43 9. Schumacher 66 9. Toro Rosso-Ferrari 11
Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira