Viðskipti innlent

Greining: Lausn Icesave væru gríðarlega jákvæðar fréttir

Yrði það raunin að Icesave deilan leysist fyrir jól er ljóst að um gríðarlega jákvæðar fréttir er að ræða enda verður mikilli óvissu þá aflétt. Icesave málið hefur hangið yfir þjóðinni eins og Damóklesarsverð allt frá hruni með víðtækum afleiðingum á hinum margvíslegustu sviðum.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þrátt fyrir að ljóst sé að þær dómsdagsspár sem settar voru fram um hvað myndi gerast ef Icesave deilan yrði ekki leyst reyndust ekki á rökum reistar er lausn á þessu máli engu að síður gríðarlega mikilvæg.

Þannig mun lausn Icesave deilunnar vera jákvæð fyrir lánshæfismat ríkissjóðs sem aftur er mikilvægt fyrir lánshæfi allra íslenskra fyrirtækja og möguleika þeirra til að afla sér lánsfjár á viðunandi kjörum í útlöndum. Þá mun lausn Icesave deilunnar væntanlega flýta fyrir því að aflétting gjaldeyrishafta geti haldið áfram.

Til þess að gjaldeyrisforði Seðlabankans verði nægjanlega stór til að haldið verði áfram að aflétta höftum þarf bankinn á lánum Norðurlandanna að halda og þau verða ekki borguð út fyrr en Icesave málið er í höfn. Loks er hér um að ræða mikilvægan áfanga í þá átt að endurbyggja traust Íslands í alþjóðasamfélaginu á öllum sviðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×