Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2024 11:07 Carbfix hefur þróað tækni til þess að dæla koltvísýringi niður í jörðina í borholum eins og þessari. Þar binst hann bergi varanlega. Fyrirtækið stefnir að því að opna förgunarstöð fyrir koltvísýring sem yrði fluttir til landsins í Straumsvík á næstu árum. Orkuveitan Fjárfesting í kolefnisförgunarfyrirtækinu Carbfix verður tæplega þrjátíu milljörðum krónum lægri en áður var reiknað með samkvæmt nýrri fjárhagsspá Orkuveitunnar. Förgunarmiðstöð í Hafnarfirði verður nær alfarið fjármögnuð með nýju hlutafé en viðræður við erlendan fjárfesti eru sagðar ganga vel. Gert var ráð fyrir að fjárfest yrði í Carbfix, sem er dótturfélag Orkuveitunnar, fyrir um 68 milljarða króna í síðustu fjárhagsspá Orkuveitunnar fyrir árin 2024 til 2028. Í uppfærðri spá sem Orkuveitan kynnti í gær er reiknað með mun minni fjárfestingu í dótturfélaginu: 39,6 milljörðum króna til 2029. Coda Terminal, kolefnisförgunarmiðstöðin sem Carbfix hyggst reisa í Hafnarfirði, er áfram stærsta fjárfestingin. Nú er hins vegar ekki lengur reiknað með annarri slíkri miðstöð sem gert var ráð fyrir í fjárhagspánni frá því í fyrra. Snorri Þorkelsson, fjármálastjóri Orkuveitunnar, segir ástæðuna þá að tímaplön hafi hliðrast og því sé aðeins reiknað með Coda Terminal á tímabilinu sem uppfærða fjárhagsspáin nær til. Áfram standi til að ráðast í fleiri sambærileg verkefni í framtíðinni. Engin lántaka fyrir Carbfix Forsenda þess að Coda Terminal-verkefnið verði að veruleika er að utanaðkomandi fjárfestar fáist til þess að leggja því til hlutafé. Snorri segir viðræður fari nú fram við erlendan aðila og að þær séu komnar nokkuð langt. „Þetta er verkefni af þeirri stærðargráðu að þetta er forsenda fyrir því að verði farið í verkefnið,“ segir Snorri við Vísi. Snorri Þorkelsson, fjármálastjóri Orkuveitunnar.Orkuveitan Carbfix fékk sautján milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til þess að byggja upp Coda Terminal, sem er stærstu styrkur sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum þess, en hann verður greiddur út eftir því sem verkefninu vindur fram. Þrátt fyrir að Orkuveitan reikni með að slá ný lán upp á rúma 145 milljarða króna næstu fimm árin verða þau að engu leyti vegna Carbfix. Snorri segir þó hugsanlegt að á síðustu stigum verkefnisins verði leitað eftir sjálfstæðri lánsfjármögnun hjá Carbfix, mögulega upp á þrjá til fjóra milljarða króna. „Þannig að Orkuveitan sem slík mun ekki fjármagna þetta verkefni,“ segir fjármálastjórinn. Með varaáætlanir ef Coda Terminal verður hafnað í Hafnarfirði Áberandi andstaða hefur verið við Coda Terminal-verkefnið í Hafnarfirði. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar sem er jafnframt formaður starfshóps um verkefni Carbfix, sagði á íbúafundi fyrr í þessum mánuði að íbúakosning yrði haldin ef samkomulag næðist á milli fyrirtækisins og bæjarins um förgunarmiðstöðina. Af þessum sökum reiknar Orkuveitan nú með því að framkvæmdir við Coda Terminal seinki um eitt ár. Þær hefjist árið 2026 en upphaflega stóð til að þær hæfust strax á næsta ári. Snorri segir að fari svo að Hafnfirðingar hafni verkefninu í einhvers konar bindandi íbúakosningu séu nokkrar aðrar staðsetningar fyrir förgunarstöðina nú þegar til skoðunar. „Það er alveg verið að vinna að plani B, C, og D. Planið er ekkert að þessi staðsetning í Hafnarfirði verði eina staðsetningin. Það hefur alltaf verið inni í myndinni að skoða aðrar staðsetningar líka því í rauninni hentar landið allt mjög vel í þessa starfsemi,“ segir Snorri. Ef Carbfix þyrfti frá að hverfa í Hafnarfirði tefði það opnun förgunarmiðstöðvar eitthvað en Snorri segir erfitt að segja til um hversu mikið. Nú sé verið að ljúka umhverfismati á Coda Terminal við Straumsvík en það sé tímafrekasti þátturinn í að velja stöðinni annan stað. Orkumál Loftslagsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Segja fullyrðingar borgarfulltrúa um Carbfix ekki standast Orkuveita Reykjavíkur gerir athugasemdir við fullyrðingar oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um kostnað við Carbfix-verkefnið og að það samræmist ekki hlutverki fyrirtækisins. Kveðið er á um í lögum að Orkuveitan starfræki kolefnisbindingarverkefni. 11. október 2024 14:52 Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu. 7. september 2024 09:02 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Gert var ráð fyrir að fjárfest yrði í Carbfix, sem er dótturfélag Orkuveitunnar, fyrir um 68 milljarða króna í síðustu fjárhagsspá Orkuveitunnar fyrir árin 2024 til 2028. Í uppfærðri spá sem Orkuveitan kynnti í gær er reiknað með mun minni fjárfestingu í dótturfélaginu: 39,6 milljörðum króna til 2029. Coda Terminal, kolefnisförgunarmiðstöðin sem Carbfix hyggst reisa í Hafnarfirði, er áfram stærsta fjárfestingin. Nú er hins vegar ekki lengur reiknað með annarri slíkri miðstöð sem gert var ráð fyrir í fjárhagspánni frá því í fyrra. Snorri Þorkelsson, fjármálastjóri Orkuveitunnar, segir ástæðuna þá að tímaplön hafi hliðrast og því sé aðeins reiknað með Coda Terminal á tímabilinu sem uppfærða fjárhagsspáin nær til. Áfram standi til að ráðast í fleiri sambærileg verkefni í framtíðinni. Engin lántaka fyrir Carbfix Forsenda þess að Coda Terminal-verkefnið verði að veruleika er að utanaðkomandi fjárfestar fáist til þess að leggja því til hlutafé. Snorri segir viðræður fari nú fram við erlendan aðila og að þær séu komnar nokkuð langt. „Þetta er verkefni af þeirri stærðargráðu að þetta er forsenda fyrir því að verði farið í verkefnið,“ segir Snorri við Vísi. Snorri Þorkelsson, fjármálastjóri Orkuveitunnar.Orkuveitan Carbfix fékk sautján milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til þess að byggja upp Coda Terminal, sem er stærstu styrkur sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum þess, en hann verður greiddur út eftir því sem verkefninu vindur fram. Þrátt fyrir að Orkuveitan reikni með að slá ný lán upp á rúma 145 milljarða króna næstu fimm árin verða þau að engu leyti vegna Carbfix. Snorri segir þó hugsanlegt að á síðustu stigum verkefnisins verði leitað eftir sjálfstæðri lánsfjármögnun hjá Carbfix, mögulega upp á þrjá til fjóra milljarða króna. „Þannig að Orkuveitan sem slík mun ekki fjármagna þetta verkefni,“ segir fjármálastjórinn. Með varaáætlanir ef Coda Terminal verður hafnað í Hafnarfirði Áberandi andstaða hefur verið við Coda Terminal-verkefnið í Hafnarfirði. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar sem er jafnframt formaður starfshóps um verkefni Carbfix, sagði á íbúafundi fyrr í þessum mánuði að íbúakosning yrði haldin ef samkomulag næðist á milli fyrirtækisins og bæjarins um förgunarmiðstöðina. Af þessum sökum reiknar Orkuveitan nú með því að framkvæmdir við Coda Terminal seinki um eitt ár. Þær hefjist árið 2026 en upphaflega stóð til að þær hæfust strax á næsta ári. Snorri segir að fari svo að Hafnfirðingar hafni verkefninu í einhvers konar bindandi íbúakosningu séu nokkrar aðrar staðsetningar fyrir förgunarstöðina nú þegar til skoðunar. „Það er alveg verið að vinna að plani B, C, og D. Planið er ekkert að þessi staðsetning í Hafnarfirði verði eina staðsetningin. Það hefur alltaf verið inni í myndinni að skoða aðrar staðsetningar líka því í rauninni hentar landið allt mjög vel í þessa starfsemi,“ segir Snorri. Ef Carbfix þyrfti frá að hverfa í Hafnarfirði tefði það opnun förgunarmiðstöðvar eitthvað en Snorri segir erfitt að segja til um hversu mikið. Nú sé verið að ljúka umhverfismati á Coda Terminal við Straumsvík en það sé tímafrekasti þátturinn í að velja stöðinni annan stað.
Orkumál Loftslagsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Segja fullyrðingar borgarfulltrúa um Carbfix ekki standast Orkuveita Reykjavíkur gerir athugasemdir við fullyrðingar oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um kostnað við Carbfix-verkefnið og að það samræmist ekki hlutverki fyrirtækisins. Kveðið er á um í lögum að Orkuveitan starfræki kolefnisbindingarverkefni. 11. október 2024 14:52 Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu. 7. september 2024 09:02 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Segja fullyrðingar borgarfulltrúa um Carbfix ekki standast Orkuveita Reykjavíkur gerir athugasemdir við fullyrðingar oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um kostnað við Carbfix-verkefnið og að það samræmist ekki hlutverki fyrirtækisins. Kveðið er á um í lögum að Orkuveitan starfræki kolefnisbindingarverkefni. 11. október 2024 14:52
Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu. 7. september 2024 09:02