Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Árni Sæberg skrifar 24. október 2024 16:32 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Flugfélagið Play hagnaðist um hálfan milljarð króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 724 milljónir króna. Félagið skoðar nú að ráðast í hlutafjáraukningu og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi. Í tilkynningu Play til Kauphallar segir að stundvísi hafi mælst 89 prósent, sem sé bæting frá 85 prósent á sama tíma í fyrra en Play sé sem fyrr stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Play hafi flutt 521 þúsund farþega á þriðja ársfjórðungi 2024 og sætanýting verið 89 prósent. Tekjurnar drógust saman um tæplega níu prósent Þá segir að sætanýting hafi aukist og hliðartekjur verið stöðugar á þriðja ársfjórðungi en sætaframboð hafi hins vegar dregist saman um fimm prósent og tekjur af meðalflugfargjaldi hafi dregist saman um níu prósent vegna aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Fyrir vikið hafi heildartekjur dregist saman á þriðja ársfjórðungi þessa árs um 8,8 prósent frá því í fyrra, eða úr 110,2 milljónum bandaríkjadala í 100,5 milljónir bandaríkjadala. Lausafjárstaða félagsins hafi verið 39,8 milljónir bandaríkjadala við lok ársfjórðungsins og hafi því aukist um 0,6 milljónir bandaríkjadala á milli ára. Leigugreiðslum vegna flugvéla Play sé þannig háttað að þær eru hærri yfir sumartímann en lægri á veturna. Lækkun leigugreiðslna yfir vetrarmánuðina 2024 til 2025 sé sem nemur 4,3 milljónum bandaríkjadölum miðað við síðasta ár. Kostnaður á hvern sætiskílómetra, CASK, hafi áfram verið 5,3 bandaríkjasent en kostnaður á hvern sætiskílómetra að undanskildu eldsneyti, CASK ex-fuel, hafi verið 3,5 bandaríkjasent sem sé aukning frá 3,4 bandaríkjasentum vegna aukins framboðs og launakostnaðar. Meiri samkeppni dró úr rekstrarhagnaði Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta, EBIT, hafi verið 9,6 milljónir bandaríkjadala, 3,7 milljónum lægri en á þriðja ársfjórðungi 2023, sem megi rekja til aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Uppfærð afkomuáætlun gefi til kynna að rekstrarafkoma félagsins fyrir allt árið 2024 verði lakari en í fyrra. Áhrif framboðsaukningar á flugi yfir Atlantshafið hafi haft meiri áhrif á stöðu félagsins en ætlað var. Gætu þurft að sækja fjármagn eftir allt saman Play geri nú viðamiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu. Félagið muni draga úr tengiflugsleiðakerfi sínu sem hafi hingað til verið rekið með tapi og efla þess í stað arðbæra sólaráfangastaði félagsins frá Íslandi til Suður-Evrópu, Norður-Afríku og Asíu. Samhliða ofangreindum breytingum hyggist félagið auka fjölbreytni í nýtingu flugflota síns með því að leigja hluta hans til annarra flugfélaga eða fljúga fyrir önnur félög. Gert sé ráð fyrir að nýtt viðskiptalíkan verði raungert að fullu á næstu tólf til átján mánuðum. Að breytingunum loknum sé gert ráð fyrir að sólarlandaflug félagsins telji um 35 prósent af rekstrinum en hafi áður verið 25 prósent, að leiguverkefni verði um 35 prósent og að tengileiðakerfið verði um 30 prósent en hafi áður verið 75 prósent. „Fjárhagsstaða flugfélagsins er traust og sterkari en á sama tíma í fyrra. Til skoðunar er engu að síður að auka hlutafé félagsins og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi sérstaklega.“ Þegar Play greindi frá slakri afkomu og fyrirhuguðum breytingum á rekstrinum á dögunum sagði þó að ekki væri talin þörf á auknu fjármagni til rekstrarins á næstunni. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Í tilkynningu Play til Kauphallar segir að stundvísi hafi mælst 89 prósent, sem sé bæting frá 85 prósent á sama tíma í fyrra en Play sé sem fyrr stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Play hafi flutt 521 þúsund farþega á þriðja ársfjórðungi 2024 og sætanýting verið 89 prósent. Tekjurnar drógust saman um tæplega níu prósent Þá segir að sætanýting hafi aukist og hliðartekjur verið stöðugar á þriðja ársfjórðungi en sætaframboð hafi hins vegar dregist saman um fimm prósent og tekjur af meðalflugfargjaldi hafi dregist saman um níu prósent vegna aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Fyrir vikið hafi heildartekjur dregist saman á þriðja ársfjórðungi þessa árs um 8,8 prósent frá því í fyrra, eða úr 110,2 milljónum bandaríkjadala í 100,5 milljónir bandaríkjadala. Lausafjárstaða félagsins hafi verið 39,8 milljónir bandaríkjadala við lok ársfjórðungsins og hafi því aukist um 0,6 milljónir bandaríkjadala á milli ára. Leigugreiðslum vegna flugvéla Play sé þannig háttað að þær eru hærri yfir sumartímann en lægri á veturna. Lækkun leigugreiðslna yfir vetrarmánuðina 2024 til 2025 sé sem nemur 4,3 milljónum bandaríkjadölum miðað við síðasta ár. Kostnaður á hvern sætiskílómetra, CASK, hafi áfram verið 5,3 bandaríkjasent en kostnaður á hvern sætiskílómetra að undanskildu eldsneyti, CASK ex-fuel, hafi verið 3,5 bandaríkjasent sem sé aukning frá 3,4 bandaríkjasentum vegna aukins framboðs og launakostnaðar. Meiri samkeppni dró úr rekstrarhagnaði Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta, EBIT, hafi verið 9,6 milljónir bandaríkjadala, 3,7 milljónum lægri en á þriðja ársfjórðungi 2023, sem megi rekja til aukinnar samkeppni á flugi yfir Atlantshafið. Uppfærð afkomuáætlun gefi til kynna að rekstrarafkoma félagsins fyrir allt árið 2024 verði lakari en í fyrra. Áhrif framboðsaukningar á flugi yfir Atlantshafið hafi haft meiri áhrif á stöðu félagsins en ætlað var. Gætu þurft að sækja fjármagn eftir allt saman Play geri nú viðamiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu. Félagið muni draga úr tengiflugsleiðakerfi sínu sem hafi hingað til verið rekið með tapi og efla þess í stað arðbæra sólaráfangastaði félagsins frá Íslandi til Suður-Evrópu, Norður-Afríku og Asíu. Samhliða ofangreindum breytingum hyggist félagið auka fjölbreytni í nýtingu flugflota síns með því að leigja hluta hans til annarra flugfélaga eða fljúga fyrir önnur félög. Gert sé ráð fyrir að nýtt viðskiptalíkan verði raungert að fullu á næstu tólf til átján mánuðum. Að breytingunum loknum sé gert ráð fyrir að sólarlandaflug félagsins telji um 35 prósent af rekstrinum en hafi áður verið 25 prósent, að leiguverkefni verði um 35 prósent og að tengileiðakerfið verði um 30 prósent en hafi áður verið 75 prósent. „Fjárhagsstaða flugfélagsins er traust og sterkari en á sama tíma í fyrra. Til skoðunar er engu að síður að auka hlutafé félagsins og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi sérstaklega.“ Þegar Play greindi frá slakri afkomu og fyrirhuguðum breytingum á rekstrinum á dögunum sagði þó að ekki væri talin þörf á auknu fjármagni til rekstrarins á næstunni.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira