Ástin er bara í myndböndunum Sara McMahon skrifar 6. desember 2010 10:00 Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. Myndbandið var tekið upp í gömlum kirkjugarði í norðurhluta London og fóru tökur allar fram á einum degi. „Við byrjuðum eldsnemma um morguninn og unnum langt fram á kvöld. Það var mikil pressa á að ná öllum skotunum áður en það fór að dimma. Það var samt mikil stemning og ég held að allir hafi komist í jólaskap," segir Anna Þóra. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur stúlkuna sem söngvarinn er ástfanginn af en hún segir svo ekki vera í raunveruleikanum. „Ég hef heyrt einhverjar sögusagnir um það að við séum par, en nei, við erum ekki saman. Það er samt svolítið fyndið að heyra svoleiðis sögur úti í bæ," segir hún. Innt eftir því hvort hún muni leika í fleiri myndböndum hljómsveitarinnar segir hún ekkert ákveðið um það að svo stöddu. „Það var mjög kalt þegar við tókum upp bæði þetta og fyrra myndbandið og strákarnir voru eitthvað að grínast með að næst myndu þeir passa upp á að tökur færu fram á hlýjum stað þannig það er aldrei að vita. Ég myndi í það minnsta taka því fagnandi," segir hún hlæjandi. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan. Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. Myndbandið var tekið upp í gömlum kirkjugarði í norðurhluta London og fóru tökur allar fram á einum degi. „Við byrjuðum eldsnemma um morguninn og unnum langt fram á kvöld. Það var mikil pressa á að ná öllum skotunum áður en það fór að dimma. Það var samt mikil stemning og ég held að allir hafi komist í jólaskap," segir Anna Þóra. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur stúlkuna sem söngvarinn er ástfanginn af en hún segir svo ekki vera í raunveruleikanum. „Ég hef heyrt einhverjar sögusagnir um það að við séum par, en nei, við erum ekki saman. Það er samt svolítið fyndið að heyra svoleiðis sögur úti í bæ," segir hún. Innt eftir því hvort hún muni leika í fleiri myndböndum hljómsveitarinnar segir hún ekkert ákveðið um það að svo stöddu. „Það var mjög kalt þegar við tókum upp bæði þetta og fyrra myndbandið og strákarnir voru eitthvað að grínast með að næst myndu þeir passa upp á að tökur færu fram á hlýjum stað þannig það er aldrei að vita. Ég myndi í það minnsta taka því fagnandi," segir hún hlæjandi. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan.
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira