Viðskipti erlent

Disney seldi Miramax fyrir 79 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kvikmyndin Pulp Fiction er ein sú frægasta sem Miramax framleiddi.
Kvikmyndin Pulp Fiction er ein sú frægasta sem Miramax framleiddi.
Walt Disney hefur selt Miramax kvikmyndaverið fyrir 660 milljónir dala, eða sem nemur 79 milljörðum íslenskra króna. Eftir því sem fram kemur á vef Daily Telegraph hefur salan átt sér töluvert langan aðdraganda enda ljóst að um áhrifamikið fyrirtæki á sviði kvikmyndaframleiðslu er að ræða.

Á meðal frægustu mynda sem Miramax kvikmyndaverið hefur framleitt er Pulp Fiction, The Crying Game og Shakespeare in Love.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×