Viðskipti erlent

Lego selst fyrir milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Velta Lego jókst um 34% á fyrstu sex mánuðum ársins, eða úr 4,4 milljörðum danskra króna á fyrri helmingi ársins í fyrra í 5,9 milljarða á fyrri helmingi þessa árs. Því lætur nærri að veltan á fyrri helmingi þessa árs hafi numið 118 milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn jókst líka úr 927 milljónum danskra króna í 1,5 milljarð á fyrri helmingi þessa árs.

Stjórnendur Lego í Danmörku eru að vonum ánægðir með þennan árangur. „Við gleðjumst yfir því að það er vöxtur á öllum okkar mörkuðum," segir Jørgen Vig Knudstorp, framkvæmdastjóri Lego, í fréttatilkynningu sem business.dk segir frá.

Einkum er vöxtur á mörkuðum í Bandaríkjunum og austurhluta Evrópu. Mikil aukning er í sölu á hefðbundnum vörulínum eins og Lego City, Duplo, Star Wars og tæknilegó.

Lego var stofnað í Billund í Danmörku árið 1932.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×