Fjöldasamstaða kvenna 19. júní 2010 06:00 Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum, stofnaði kvennahreyfingin ný regnhlífarsamtök Skotturnar sem hafa það hlutverk að halda utan um 24. okóber í ár. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október. Þess má geta að Skottur voru kvendraugar sem gjarnan gengu í rauðum sokkum og erfitt var að kveða þær niður. Að Skottunum standa 15 kvennasamtök, bæði þau stærstu, elstu, róttækustu og nýjustu. Þau eru Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindasamband Íslands, Samtök um kvennaathvarf, Feministafélag Íslands, Stígamót, Zontasamband Íslands, Kvennaráðgjöfin, Bríet félag ungra feminista, Unifem, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Landsamband Soroptimista, Sólstafir á Vestfjörðum, Aflið frá Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og V- dagssamtökin. Auk þess eru Kvennasögusafnið, Rannsóknarstofa í kvenna og kynjafræðum og Jafnréttisstofa í nánu samstarfi við Skotturnar. Innan samtakanna eru yfir 10 þúsund konur og algjör einhugur ríkir um áherslurnar í ár. Verndari Kvennafrídagsins 2010 er frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. Samstaða íslenskra kvenna þann 24. okt. 1975 vakti heimsathygli. Það sama má segja um 24. okt. árið 1985 og síðast árið 2005. Hvergi annars staðar virðast konur hafa náð annarri eins samstöðu um kjör sín og stöðu. Þessir dagar voru hver með sínu sniði og litu margar konur svo á að þær færu í verkfall en aðrar tóku sér frí. Árin 1975 og 1985 lögðu konur niður störf þennan dag. Árið 1985 var haldin umfangsmikil sýning á störfum undir yfirskriftinni „Kvennasmiðjan" og 24. október árið 2005 ákváðu konur að vinna fyrir sanngjörnum launum og gátu því gengið út af vinnustöðunum sínum kl. kl.14.08. Um 50.000 konur og margir karlar fylltu götur miðbæjarins þann dag. Þetta ætlum við að endurtaka í ár, en jafnframt ætla konur að helga daginn baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Boðið verður til alþjóðlegar ráðstefnu þann 24. október og fjöldaaðgerða þann 25. október undir yfirskrifinni: „ Konur gegn kynbundnu ofbeldi".OfbeldiEnn er ofbeldi karla gegn konum ljótasti bletturinn á jafnréttisríkinu Íslandi. Fulltrúar allra kvennasamtakana hafa einróma samþykkt að sameinast í kröfunni um að Ísland standi undir nafni sem réttarríki - líka fyrir konur og börn sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. Minnt skal á að á tíu ára tímabili (1997-2006) féllu í héraðsdómum að meðaltali innan við 5 nauðgunardómar á ári og í Hæstarétti innan við 3 nauðgunardómar á ári. Á sama tíma fengust Stígamót og Neyðarmóttaka vegna nauðgana við 200-300 nauðganir hvert ár og vitað er að fjöldi kvenna sótti ekki hjálp. Skotturnar leggja áherslu á vitundarvakningu og fræðslu um ofbeldi. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann hefur hrundið af stað verkefninu „Öðlingurinn" þar sem hún selur bókina sína „Á mannamáli" til styrktar verkefninu. Hægt er að kaupa bókina á síðunni www.odlingurinn.is . Alþjóðleg ráðstefnaAlþjóðlega ráðstefnu á að halda 24. október um ofbeldi gegn konum. Heiðursgestur verður Rashida Mansjoo, umboðskona Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Auk hennar hefur fjölmörgum virtum baráttu- og fræðikonum verið boðið. Dómsmálaráðherra Noregs Knut Storberget hefur einnig þegið boð um að koma á alþjóðlegu ráðstefnuna. Hann er í hópi 10 karlleiðtoga í heiminum sem Ban Ki-moon stofnaði til og skuldbinda sig til að setja ofbeldi gegn konum í forgang. Konur um allt land leggja niður störf kl. 14.25, þann 25. okt. Árið 2005 voru konur með 63.5% af heildartekjum karla. Miðað við það höfðu þær lagt fram réttlátt vinnuframlag kl. 14.08 það ár. Nýjustu tölur sýna að konur hafa 65.65% af tekjum karla og geta því með góðri samvisku lagt niður störf kl. 14.25 þann 25. október næst komandi og það er einmitt það sem við ætlum að gera. Okkur miðar í rétta átt, en á síðustu fimm árum hefur bilið minnkað um aðeins 2.15%. Ef ekki verður frekar að gert þurfum við að bíða í 46 ár eftir því að heildartekjur karla og kvenna verði þær sömu. Konur hafa ekki hugsað sér að setjast með hendur í skauti og bíða, heldur gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að leiðrétta kjör sín. Jafnframt munu þær sameinast í kröfunni um afnám ofbeldis. Mikill baráttuhugur er í konum og undirbúningshópar eru að störfum. Má nefna öflugan hóp listakvenna sem hafa ótal hugmyndir um aðgerðir. Þær sem hafa áhuga á að koma að deginum með uppákomum eða sjálfboðavinnu eru beðnar að hafa samband við kvennafri@gmail.com og heimasíða samtakanna er www.kvennafri.is Verkefnið verður kynnt opinberlega í Ráðhúsinu á 95 ára afmæli kosningaréttar kvenna, þann 19. júní kl. 16 - 18. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum, stofnaði kvennahreyfingin ný regnhlífarsamtök Skotturnar sem hafa það hlutverk að halda utan um 24. okóber í ár. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október. Þess má geta að Skottur voru kvendraugar sem gjarnan gengu í rauðum sokkum og erfitt var að kveða þær niður. Að Skottunum standa 15 kvennasamtök, bæði þau stærstu, elstu, róttækustu og nýjustu. Þau eru Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindasamband Íslands, Samtök um kvennaathvarf, Feministafélag Íslands, Stígamót, Zontasamband Íslands, Kvennaráðgjöfin, Bríet félag ungra feminista, Unifem, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Landsamband Soroptimista, Sólstafir á Vestfjörðum, Aflið frá Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og V- dagssamtökin. Auk þess eru Kvennasögusafnið, Rannsóknarstofa í kvenna og kynjafræðum og Jafnréttisstofa í nánu samstarfi við Skotturnar. Innan samtakanna eru yfir 10 þúsund konur og algjör einhugur ríkir um áherslurnar í ár. Verndari Kvennafrídagsins 2010 er frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. Samstaða íslenskra kvenna þann 24. okt. 1975 vakti heimsathygli. Það sama má segja um 24. okt. árið 1985 og síðast árið 2005. Hvergi annars staðar virðast konur hafa náð annarri eins samstöðu um kjör sín og stöðu. Þessir dagar voru hver með sínu sniði og litu margar konur svo á að þær færu í verkfall en aðrar tóku sér frí. Árin 1975 og 1985 lögðu konur niður störf þennan dag. Árið 1985 var haldin umfangsmikil sýning á störfum undir yfirskriftinni „Kvennasmiðjan" og 24. október árið 2005 ákváðu konur að vinna fyrir sanngjörnum launum og gátu því gengið út af vinnustöðunum sínum kl. kl.14.08. Um 50.000 konur og margir karlar fylltu götur miðbæjarins þann dag. Þetta ætlum við að endurtaka í ár, en jafnframt ætla konur að helga daginn baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Boðið verður til alþjóðlegar ráðstefnu þann 24. október og fjöldaaðgerða þann 25. október undir yfirskrifinni: „ Konur gegn kynbundnu ofbeldi".OfbeldiEnn er ofbeldi karla gegn konum ljótasti bletturinn á jafnréttisríkinu Íslandi. Fulltrúar allra kvennasamtakana hafa einróma samþykkt að sameinast í kröfunni um að Ísland standi undir nafni sem réttarríki - líka fyrir konur og börn sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. Minnt skal á að á tíu ára tímabili (1997-2006) féllu í héraðsdómum að meðaltali innan við 5 nauðgunardómar á ári og í Hæstarétti innan við 3 nauðgunardómar á ári. Á sama tíma fengust Stígamót og Neyðarmóttaka vegna nauðgana við 200-300 nauðganir hvert ár og vitað er að fjöldi kvenna sótti ekki hjálp. Skotturnar leggja áherslu á vitundarvakningu og fræðslu um ofbeldi. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann hefur hrundið af stað verkefninu „Öðlingurinn" þar sem hún selur bókina sína „Á mannamáli" til styrktar verkefninu. Hægt er að kaupa bókina á síðunni www.odlingurinn.is . Alþjóðleg ráðstefnaAlþjóðlega ráðstefnu á að halda 24. október um ofbeldi gegn konum. Heiðursgestur verður Rashida Mansjoo, umboðskona Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Auk hennar hefur fjölmörgum virtum baráttu- og fræðikonum verið boðið. Dómsmálaráðherra Noregs Knut Storberget hefur einnig þegið boð um að koma á alþjóðlegu ráðstefnuna. Hann er í hópi 10 karlleiðtoga í heiminum sem Ban Ki-moon stofnaði til og skuldbinda sig til að setja ofbeldi gegn konum í forgang. Konur um allt land leggja niður störf kl. 14.25, þann 25. okt. Árið 2005 voru konur með 63.5% af heildartekjum karla. Miðað við það höfðu þær lagt fram réttlátt vinnuframlag kl. 14.08 það ár. Nýjustu tölur sýna að konur hafa 65.65% af tekjum karla og geta því með góðri samvisku lagt niður störf kl. 14.25 þann 25. október næst komandi og það er einmitt það sem við ætlum að gera. Okkur miðar í rétta átt, en á síðustu fimm árum hefur bilið minnkað um aðeins 2.15%. Ef ekki verður frekar að gert þurfum við að bíða í 46 ár eftir því að heildartekjur karla og kvenna verði þær sömu. Konur hafa ekki hugsað sér að setjast með hendur í skauti og bíða, heldur gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að leiðrétta kjör sín. Jafnframt munu þær sameinast í kröfunni um afnám ofbeldis. Mikill baráttuhugur er í konum og undirbúningshópar eru að störfum. Má nefna öflugan hóp listakvenna sem hafa ótal hugmyndir um aðgerðir. Þær sem hafa áhuga á að koma að deginum með uppákomum eða sjálfboðavinnu eru beðnar að hafa samband við kvennafri@gmail.com og heimasíða samtakanna er www.kvennafri.is Verkefnið verður kynnt opinberlega í Ráðhúsinu á 95 ára afmæli kosningaréttar kvenna, þann 19. júní kl. 16 - 18.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun