Lífið

Íslenskum ungmennum boðið til Japans

„Hvernig myndir þú efla tengsl Japans og Íslands?" er þema ritgerðarinnar.
„Hvernig myndir þú efla tengsl Japans og Íslands?" er þema ritgerðarinnar.

Stjórnvöld í Japan hafa ákveðið að bjóða nokkrum íslenskum ungmennum í tíu daga kynnisferð til Japans nóvember 2010. Ungmennin þurfa að skila inn stuttri ritgerð upp á eina A4 síðu. Þema ritgerðarinnar er: „Hvernig myndir þú efla tengsl Japans og Íslands?"

„Ritgerðinni, ásamt ferilskrá og stuttu bréfi um þátttakanda, skal svo skilað til Sendiráðs Japans á Íslandi, ekki síðar en miðvikudaginn 28. júlí 2010. Ritgerðin skal skrifuð á ensku," segir í tilkynningu frá japanska sendiráðinu.

Þeir þátttakendur sem koma til greina verða boðaðir í viðtal hjá Sendiráði Japans í lok júní. Lokaákvörðun um vinningshafa verður tekin af Utanríkisráðuneyti Japans.

Þá segir að vinningshöfum, sem munu verða valdir frá yfir 30 Evrópulöndum, verði boðið í kynnisferð um Japan, þar sem þeir munu fá að kynnast ýmsum hliðum á japönsku þjóðfélagi, s.s. menningu, stjórnmálum, félags- og efnahagsmálum, í gegnum fyrirlestra og heimsóknir á valda staði.

Þátttakendur koma einnig til með að fá að skiptast á skoðunum við japanska jafnaldra sína og upplifa daglegt líf með dvöl á japönsku heimili.

Utanríkisráðuneyti Japans kemur til með að skipuleggja ferðina, sem felur í sér víðtækar ferðir um Japan, og leggur til flugfargjöld, dvalarkostnað og ákveðinn kostnað í tengslum við uppákomur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.