Lífið

Mættu í bíó á skriðdreka

Cooper mætti í skriðdreka á frumsýningu hasarmyndarinnar The A-Team.
Cooper mætti í skriðdreka á frumsýningu hasarmyndarinnar The A-Team.
Leikararnir Bradley Cooper og Sharlto Copley mættu í skriðdreka á frumsýningu sinnar nýjustu myndar, The A-Team, í Hollywood á dögunum. Veifuðu þeir áhorfendum á leið sinni og vöktu að vonum mikla athygli.

Liam Neeson, aðalleikari myndarinnar, lét sér nægja að mæta í sendiferðabíl eins og notaður er í myndinni. The A-Team er byggð á vinsælli samnefndri sjónvarpsþáttaröð. Hún fjallar um fyrrverandi sérsveitarmenn í hernum sem reyna að hreinsa mannorð sitt eftir að hafa verið sakaðir um glæpi sem þeir frömdu ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.