Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands fer aftur hækkandi

Skuldatryggingaálag Íslands fer nú aftur hækkandi eftir að hafa lækkað mikið í sumar. Samkvæmt Markit Itraxx vísitölunni er álagið nú komið í 322 punkta en það fór niður í 286 punkta í síðasta mánuði og hafði þá ekki verið lægra síðan í maí á síðasta ári.

Samkvæmt Markit Itraxx vísitölunni hefur álagið hækkað um 23 punkta í þessari viku, þar af um 12,5 punkta í gærdag.

Gagnaveitan CMA mælir álagið í 320 punktum en fram kemur á vefsíðu veitunnar að Ísland er nú komið í 9. sætið af þeim tíu þjóðum sem taldar eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Ísland datt af þessum lista í sumar.

Álag í 322 punktum þýðir að borga verður 3,22 % af nafnverði skuldabréfs til fimm ára til að tryggja það gegn greiðslufalli.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×