Innlent

Catalina reyndi að lokka samfanga sinn í vændi

Catalina Ncoco bauð samfanga sínum, ungri konu, að starfa fyrir sig sem vændiskona, þegar hún væri laus úr fangelsi. Hún var úrskurð í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Stefnt er á aðalmeðferð í máli hennar þann 12. apríl. Breki Logason.

Catalina var handtekin tveimur dögum eftir að hún hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í desember síðastliðnum fyrir hagnýtingu vændis og innfluttning fíkniefna.

Í kjölfarið var hún ákærð fyrir ýmis brot. Meðal annars hagnýtingu vændis, mansal, frelsisviptingu, hótanir, brot gegn valdsstjórninni þegar hún hrækti á lögreglumann og líkamsárás í tveimur tilvikum.

Tveimur ákæruliðum var vísað frá, meðal annars þeim er snéri að broti gegn valdsstjórninni og hluta af þeim er snýr að hagnýtingu vændis.

Aðalmeðferð í máli hennar átti að fara fram 12. og 15.mars en ákæruvaldið hefur kært frávísanirnar og er beðið eftir niðrustöðu Hæstaréttar. Stefnt er að því að aðalmeðferð fari fram í máli hennar þann 12.apríl, en þinghald verður lokað.

Hæstiréttur staðfesti í dag Gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Catalinu til 23.apríl. Í greinargerð ríkissaksóknara vegna málsins kemur fram að í byrjun janúar hafi lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu borist upplýsingar um að Catalina hafi boðið samfanga sínum, ungri konu, að starfa fyrir sig sem vændiskona fyrir 500.000 krónur á mánuði þegar hún væri laus úr fangelsi.

Lögreglan hefði í kjölfarið yfirheyrt konuna og hún staðfest þetta auk þess sem tekin hafi verið skýrsla af öðrum fanga sem hefði verið vitni að ofangreindu samtali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×