Erlent

Börn hreyfa sig of lítið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þriðjungur barna í öllum heiminum ver þremur tímum eða meira á dag fyrir framan tölvu eða sjónvarpið, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gert. Rannsóknin tók til nærri 73 þúsund barna á aldrinum 13 - 15 ára í 34 löndum.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að börn þurfi að lágmarki að hreyfa sig í eina klukkustund á dag, fimm daga vikunnar, auk þeirrar hreyfingar sem þau fá í leikfimitíma í skólum. Stofnunin telur að samkvæmt þessu viðmiði séu einungis 25% drengja og 15% stúlkna sem fái nægjanlega hreyfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×