Viðskipti innlent

Staða ráðuneytisstjóra auglýst

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Ráðuneyti hans hefur nú auglýst embætti ráðuneytisstjóra laust til umsóknar.
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Ráðuneyti hans hefur nú auglýst embætti ráðuneytisstjóra laust til umsóknar. Mynd/Anton Brink
Staða ráðuneytisstjóra efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hefur verið auglýst laus til umsóknar. Jónína S. Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, var nýverið ráðin framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka.

Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst. Með vísan til jafnréttislaga eru konur jafnt sem karlar hvattir til þess að sækja um starfið. Gerð er að krafa um að umsækjendur hafi meistaragráðu í hagfræði, viðskiptafræði, lögfræði eða sambærilegu námi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×