Viðskipti erlent

Dánarbú Michael Jackson gerir risasamning við Sony

Dánarbú poppkóngsins Michael Jackson hefur fallist á stærsta útgáfusamning sögunnar við Sony Music. Verðmæti samningsins er talið nema ríflega 200 milljónum dollara eða um 25 milljarða kr.

Í frétt um málið á BBC segir að samkvæmt samningnum sé gert ráð fyrir útgáfu á 10 nýjum plötum/diskum á næstu sjö árum. Þar af verður einn diskur með áður óútgefnum lögum.

Jackson lést á heimili sínu í júní í fyrra, fimmtugur að aldri. Eftir andlát hans rauk sala á tónlist Jackson upp en Sony hefur selt um 31 milljón af diskum með tónlist hans frá þeim tíma.

Samningurinn mun gera dánarbúinu kleyft að grynnka töluvert á gríðarlegum skuldum sem Jackson lét eftir sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×