Viðskipti erlent

Sátt á G8 fundinum

Angela Merkel ásamt Nicola Sarkozy.
Angela Merkel ásamt Nicola Sarkozy.

Angela Merkel kanslari Þýskalands staðhæfir að leiðtogar Evrópuríkjanna hafi náð góðum árangri í viðræðum við Bandaríkjamenn um hvernig best sé að örva efnahagslíf heimsins. Leiðtogar G8 ríkjanna svokölluðu sitja nú á fundi í Toronto en ágreiningur hefur verið uppi á milli ríkjanna um hvaða leið sé best að fara.

Bandaríkjamenn vilja leggja áherslu á að örva hagvöxt á meðan leiðtogar Evrópu hafa viljað horfa til niðurskurðar til þess að loka fjárlagagatinu. Merkel segir að skilningur ríki á milli manna á G8 fundinum og segist hún fullviss um að besta leiðin út úr vandanum sé sambland niðurskurðar og örvunar hagvaxtar.

Síðar í vikunni bætast fleiri þjóðarleiðtogar í hópinn í Kanada þegar hin svokölluðu G20 ríki bætast í hópinn, en þar er um rísandi stórveldi á borð við Kína, Brasilíu og Indland að ræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×