Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Erla Hlynsdóttir skrifar 23. nóvember 2010 12:31 Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. „Þetta tíðkast hér á landi. Ég veit að þetta er gert á stóru búunum og á einhverjum af þeim minni. Ég get ekki fullyrt að þetta sé gert alls staðar en þetta er sannarlega gert," segir Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs. Hlutverk dýraverndarráðs er að vera umhverfisráðherra og umhverfisstofnun til ráðgjafar um dýraverndarmál. Sigurborg situr jafnframt í nefnd á vegum ráðuneytisins um endurskoðun á lögum um dýravernd. „Nú má enginn gelda nema dýralæknir en það er samt gert, og því miður er það gert án deyfingar," segir Sigurborg. Í gildandi lögum um dýravernd segir: „Þegar aðgerð á dýrum er sársaukafull skal ávallt nota deyfilyf eða svæfa dýrið." Það er hins vegar ekki gert þegar grísir eru geltir af starfsfólki svínabúa. Ennfremur segir í lögunum að dýralæknum einum sé heimilt að gelda dýr en Matvælastofnun geti í undantekningartilfellum veitt þjálfuðum mönnum leyfi til geldinga. „Það hefur enginn slíkt leyfi. Mér er ekki kunnugt um að Matmælastofnun hafi gefið út nokkurt leyfi," segir Sigurborg sem jafnframt starfar sem gæðastjóri hjá Matvælastofnun.Geltir út af bragðinu Ástæðan fyrir því að grísirnir eru geltir er að þegar þeir eru komnir á ákveðinn aldur kemur svokallað galtarbragð af kjötinu séu þeir ógeltir. „Það er fyrst og fremst út af bragðinu sem þetta er gert, auk þess sem hegðun ógeltra grísa getur valdið vandkvæðum" segir Sigurborg. Misjafnt er hvaða leiðir eru farnar í þessum málum í nágrannalöndum okkar. Sigurborgu er þó ekki kunnugt um að annars staðar séu það aðeins dýralæknar sem hafi leyfi til að gelda grísi. Í Noregi geta bændurnir sjálfir fengið slíkt leyfi og fá þá deyfilyf til að nota við geldinguna. Í Bretlandi er farin sú leið að slátra grísum það ungum að galtarbragðið er ekki komið fram. Misjafnt er hversu næmt fólk er fyrir galtarbragðinu en einnig kemur ákveðin lykt af kjöti eldri ógeltra karlkyns svína sem talin er óæskileg við matmælaframleiðslu. Spurð um ástæður þess að það sé látið viðgangast að starfsfólk geldi ódeyfða grísi í trássi við lög segir Sigurborg að ástæðan sé líklega sú að ekki hefur fundist lausn sem allir sætta sig við. Hún bendir á að svínakjötsframleiðsla hafi aukist mikið á undanförnum árum og óhjákvæmilega fylgir því aukinn fjöldi grísa. Hér áður geltu dýralæknar alla grísi en nú er svo komið að það sé spurning hvort nægilega margir dýralæknar séu til að sinna eftirspurninni. Auk þess er dýrt fyrir svínabúin að kalla til dýralækna vegna þessa. „Fyrir dýrið er að mínu mati óásættanlegt að það sé verið að gelda án deyfingar. Það er aðalatriðið," segir Sigurborg. „Það verður að finna lausn á þessu". Hún bendir á að hér sé verið að setja á markað bóluefni sem hamlar framleiðslu karlhormóna grísa, og er þá um svokallaða lyfjageldingu að ræða. Bæði lyfjagelding og deyfilyf kosta þó sitt en Sigurborg leggur áherslu á að velferð dýrsins sé í hávegum höfð. Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. „Þetta tíðkast hér á landi. Ég veit að þetta er gert á stóru búunum og á einhverjum af þeim minni. Ég get ekki fullyrt að þetta sé gert alls staðar en þetta er sannarlega gert," segir Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs. Hlutverk dýraverndarráðs er að vera umhverfisráðherra og umhverfisstofnun til ráðgjafar um dýraverndarmál. Sigurborg situr jafnframt í nefnd á vegum ráðuneytisins um endurskoðun á lögum um dýravernd. „Nú má enginn gelda nema dýralæknir en það er samt gert, og því miður er það gert án deyfingar," segir Sigurborg. Í gildandi lögum um dýravernd segir: „Þegar aðgerð á dýrum er sársaukafull skal ávallt nota deyfilyf eða svæfa dýrið." Það er hins vegar ekki gert þegar grísir eru geltir af starfsfólki svínabúa. Ennfremur segir í lögunum að dýralæknum einum sé heimilt að gelda dýr en Matvælastofnun geti í undantekningartilfellum veitt þjálfuðum mönnum leyfi til geldinga. „Það hefur enginn slíkt leyfi. Mér er ekki kunnugt um að Matmælastofnun hafi gefið út nokkurt leyfi," segir Sigurborg sem jafnframt starfar sem gæðastjóri hjá Matvælastofnun.Geltir út af bragðinu Ástæðan fyrir því að grísirnir eru geltir er að þegar þeir eru komnir á ákveðinn aldur kemur svokallað galtarbragð af kjötinu séu þeir ógeltir. „Það er fyrst og fremst út af bragðinu sem þetta er gert, auk þess sem hegðun ógeltra grísa getur valdið vandkvæðum" segir Sigurborg. Misjafnt er hvaða leiðir eru farnar í þessum málum í nágrannalöndum okkar. Sigurborgu er þó ekki kunnugt um að annars staðar séu það aðeins dýralæknar sem hafi leyfi til að gelda grísi. Í Noregi geta bændurnir sjálfir fengið slíkt leyfi og fá þá deyfilyf til að nota við geldinguna. Í Bretlandi er farin sú leið að slátra grísum það ungum að galtarbragðið er ekki komið fram. Misjafnt er hversu næmt fólk er fyrir galtarbragðinu en einnig kemur ákveðin lykt af kjöti eldri ógeltra karlkyns svína sem talin er óæskileg við matmælaframleiðslu. Spurð um ástæður þess að það sé látið viðgangast að starfsfólk geldi ódeyfða grísi í trássi við lög segir Sigurborg að ástæðan sé líklega sú að ekki hefur fundist lausn sem allir sætta sig við. Hún bendir á að svínakjötsframleiðsla hafi aukist mikið á undanförnum árum og óhjákvæmilega fylgir því aukinn fjöldi grísa. Hér áður geltu dýralæknar alla grísi en nú er svo komið að það sé spurning hvort nægilega margir dýralæknar séu til að sinna eftirspurninni. Auk þess er dýrt fyrir svínabúin að kalla til dýralækna vegna þessa. „Fyrir dýrið er að mínu mati óásættanlegt að það sé verið að gelda án deyfingar. Það er aðalatriðið," segir Sigurborg. „Það verður að finna lausn á þessu". Hún bendir á að hér sé verið að setja á markað bóluefni sem hamlar framleiðslu karlhormóna grísa, og er þá um svokallaða lyfjageldingu að ræða. Bæði lyfjagelding og deyfilyf kosta þó sitt en Sigurborg leggur áherslu á að velferð dýrsins sé í hávegum höfð.
Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira