Lífið

Efast um Vinamynd

Courtney Cox hefur litla trú á að Vinirnir færi sig yfir á hvíta tjaldið.
Courtney Cox hefur litla trú á að Vinirnir færi sig yfir á hvíta tjaldið.
Leikkonan Courteney Cox hefur litla trú á að kvikmynd byggð á sjónvarpsþáttunum Friends verði gerð. Hin 45 ára Cox, sem lék Monicu Geller í tíu þáttaröðum, er til í leika í slíkri mynd en efast um að hún verði að veruleika. „Það þarf margt að ganga upp til að hún fari af stað. En við höfum látið okkur dreyma um hana," sagði Cox.

Þættirnir Sex and the City hafa verið færðir yfir á hvíta tjaldið við góðar undirtektir. Sögusvið Friends er aftur á móti mun takmarkaðra. „Ég vildi óska að við gætum gert þetta með Friends. Málið er að persónurnar í Sex and the City flökkuðu um alla Manhattan. Í Friends vorum við alltaf föst í íbúðinni eða á kaffihúsinu."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.