Lífið

Myndin um Les Grossman jarðar Citizen Kane

Tom Cruise fór á kostum í hlutverki Grossmans með Jennifer Lopez á kvikmyndaverðlaunahátíð MTV um síðustu helgi.
Tom Cruise fór á kostum í hlutverki Grossmans með Jennifer Lopez á kvikmyndaverðlaunahátíð MTV um síðustu helgi.
Kvikmynd sem fjallar um hinn dónalega Les Grossman, sem Tom Cruise túlkaði í gamanmyndinni Tropic Thunder, er í undirbúningi. Leikstjóri og framleiðandi Tropic Thunder, gamanleikarinn Ben Stiller, verður einn af framleiðendum myndarinnar. Þessi tíðindi koma ekki á óvart því stutt er síðan Grossman kom fram á MTV-verðlaunahátíðinni og dansaði við Jennifer Lopez.

„Sagan á bak við Les Grossman er sígild saga um það hvað einn maður nær langt eftir að hafa yfirstigið margar hindranir. Með nýju myndinni ætlar hann að láta Citizen Kane líta út fyrir að vera ömurleg mynd. Það er heiður að fá að vinna með honum," sagði Stiller í yfirlýsingu sinni.






Tengdar fréttir

Tom Cruise: Einhver drullaði í augun á mér

Tom Cruise fer á kostum í nýjum myndböndum sem MTV gerði fyrir kvikmyndaverðlaunahátíð sína um næstu helgi. Þar fer hann aftur í hlutverk brjálaðs kvikmyndaframleiðanda.

Tom Cruise slær í gegn - myndband

Í myndskeiðinu hér má sjá leikarann Tom Cruise í hlutverki Les Grossman, ofsafengna Hollywood-framleiðandans úr grínmyndinni Tropic Thunder. Um helgina fór fram árleg MTV kvikmyndaverðlaunahátíð í Bandaríkjunum þar sem Tom Cruise var fenginn til þess að fara aftur í gervi Grossman þar sem hann dansaði af innilfun við Jennifer Lopez. Eiginkona Tom, Katie Holmes, fylgdist kát með atriðinu af fremsta bekk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.