Lífið

Mynd um Van Helsing

Del Toro ætlar að leikstýra og skrifa handritið að nýrri mynd um Abraham Van Helsing.
Del Toro ætlar að leikstýra og skrifa handritið að nýrri mynd um Abraham Van Helsing.
Hinn mexíkóski Guillermo del Toro ætlar að leikstýra og skrifa handrit nýrrar myndar um vampírubanann Abraham Van Helsing, höfuðandstæðing greifans Drakúla. Del Toro ákvað á dögunum að hætta við að leikstýra Hobbitanum vegna tafanna í kringum þá mynd og svo virðist sem Van Helsing verði næstur á dagskránni hjá honuum.

Aðeins sex ár eru liðin síðan Stephen Sommers leikstýrði myndinni Van Helsing með Hugh Jackman og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum. Hún fékk slæmar viðtökur og talið er að del Toro skili frá sér mun vandaðari afurð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.