Fótbolti

Stórsigur á útivelli hjá Eddu og Ólínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edda Garðarsdóttir.
Edda Garðarsdóttir. Mynd/Ossi Ahola
Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir spiluðu saman á miðjunni í 4-0 útisigri Örebro á AIK í sænsku kvennadeildinni í dag. Örebro-liðið komst upp fyrir Kristianstad og í 4. sætið með þessum sigri.

Edda lagði upp fyrsta mark Örebro í leiknum sem kom eftir aðeins sex mínútna leik. Hún og Ólína léku allan leikinn á "demanta-miðju" Örebro en Ólína var nú framar á vellinum en oft áður því hún spilar jafnan sem bakvörður.

Þetta var síðasti leikur Örebro fyrir landsleikjafrí en þær Edda og Ólína eru núna á leiðinni heim til Íslands til þess að spila tvo landsleiki á Laugardalsvellinum á móti Norður-Írlandi og Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×