Lífið

Brett vill stól Cowells

Söngvari Poison vill feta í fótspor Simons Cowell sem dómari í American Idol.
Söngvari Poison vill feta í fótspor Simons Cowell sem dómari í American Idol.
Brett Michaels, söngvari rokksveitarinnar Poison, hefur áhuga á að setjast í dómarasætið í American Idol-þáttunum í stað Simons Cowell, sem ætlar að snúa sér að X-Factor.

Michaels, sem er að jafna sig eftir heilablóðfall, hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Cowells og er greinilega til í að spreyta sig á þessu vandasama verkefni.

„Það yrði mikill heiður. Ég er mjög góður í að gefa tónlistarmönnum ráð. Simon stóð sig ótrúlega vel. Hann var mjög hreinskilinn," sagði hann. „Mín nálgun yrði ekki eins grimm og ég myndi leggja meiri áherslu á að gefa góð ráð. Ég myndi segja að þetta hefði ekki verið rétta lagið og spyrja hvort aðilinn hefði það sem til þurfti."

Michaels hefur mikla reynslu úr tónlistarbransanum og getur því miðlað vel af henni. „Allir halda að um leið og þú færð plötusamning sértu búinn að slá í gegn. Það er akkúrat öfugt. Þú ert alveg við þröskuldinn en þarft að standa þig næstu tuttugu árin."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.