Enski boltinn

Foster til í að yfirgefa Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Markvörðurinn Ben Foster óttast að hann verði að yfirgefa herbúðir Man. Utd til þess að bjarga ferli sínum en hann verður væntanlega ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir HM í sumar.

Foster byrjaði tímabilið sem aðalmarkvörður Man. Utd þar sem Edwin van der Sar var meiddur en hann hefur aðeins leikið einn leik í deildinni síðan í október. Hann er þess utan orðinn þriðji markvörður félagsins því Tomasz Kuszczak er orðinn markvörður númer tvö hjá félaginu.

Foster á því ekki mikla framtíð fyrir sér hjá félaginu. Hann hefur þegar verið orðaður við Birmingham.

„Það vill enginn yfirgefa lið eins og Man. Utd. Ef maður fer héðan er maður alltaf að taka skref niður á við. Ég vil samt eðlilega spila fótbolta og hef ekki áhuga á að bíða endalaust. Ég mun fara ef félagið vill selja mig," sagði Foster.

„Ég held ég eigi enga möguleika á því að komast á HM. Ef ég yrði valinn yrði það ósanngjarnt gagnvart öðrum markvörðum því ég hef ekkert verið að spila."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×