Nýjar reglur verðlauna klóka ökumenn 26. apríl 2010 11:08 Robert Kubica hefur verið útsjónarsamur í mótum ársins. mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica telur að nýjar reglur sem banna bensínáfyllingar launi klókum ökumönnum, sem þurfa að passa betur upp á endingu dekkja en áður. Bannað var að bæta bensíni á keppnisbíla eftir síðasta keppnistímabil og nú taka ökumenn aðeins þjónustuhlé til að skipta um dekkjagang. Skiptin hafa verið allmörg á þessu ári, þar sem rigning hefur sett svip á sum mótin. Í síðustu keppni voru nokkrir ökumenn sem tóku 5-6 hlé, en það var reyndar fram úr hófi. "Framgangur mála hefur verið annar á þessu ári. Það er mikilvægt að passa upp á dekkin og sýna klókindi í kappakstrinum. Það þýðir ekki að aka af kappi í 2-3 hringi, þá byrja dekkin að skemmast", sagði Kubica í frétt á vefsíðu autosport.com. "Við þurfum að hugsa um að keyra eins hratt og mögulegt er alla keppnina, en ekki bara örfáa hringi. Maður þarf að gæta að því hvernig þyngardreifingin breytist í gegnum mótið (eftir því sem bíllinn verður bensínlléttari) og hjálpa dekkjunum með breyttum lofþrýsting eða uppsetningu drifsins, til að skapa mögleika á betri aksturstíma." Kubica og Renault hafa gert góða hluti á keppnistímabilinu og má segja að hafi komið hvað mest á óvart í mótum ársins til þessa. Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica telur að nýjar reglur sem banna bensínáfyllingar launi klókum ökumönnum, sem þurfa að passa betur upp á endingu dekkja en áður. Bannað var að bæta bensíni á keppnisbíla eftir síðasta keppnistímabil og nú taka ökumenn aðeins þjónustuhlé til að skipta um dekkjagang. Skiptin hafa verið allmörg á þessu ári, þar sem rigning hefur sett svip á sum mótin. Í síðustu keppni voru nokkrir ökumenn sem tóku 5-6 hlé, en það var reyndar fram úr hófi. "Framgangur mála hefur verið annar á þessu ári. Það er mikilvægt að passa upp á dekkin og sýna klókindi í kappakstrinum. Það þýðir ekki að aka af kappi í 2-3 hringi, þá byrja dekkin að skemmast", sagði Kubica í frétt á vefsíðu autosport.com. "Við þurfum að hugsa um að keyra eins hratt og mögulegt er alla keppnina, en ekki bara örfáa hringi. Maður þarf að gæta að því hvernig þyngardreifingin breytist í gegnum mótið (eftir því sem bíllinn verður bensínlléttari) og hjálpa dekkjunum með breyttum lofþrýsting eða uppsetningu drifsins, til að skapa mögleika á betri aksturstíma." Kubica og Renault hafa gert góða hluti á keppnistímabilinu og má segja að hafi komið hvað mest á óvart í mótum ársins til þessa.
Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira