Samkeppniseftirlitið gerði í morgun húsleit hjá Skiptum og Símanum vegna gruns um brot á Samkeppnislögum og stendur hún yfir samkvæmt tilkynningu frá Símanum.
Þar segir að samkvæmt úrskurði miðar húsleitin að almennri rannsókn á mögulegri misnotkun á markaðsráðandi stöðu á farsímamarkaði. Jafnframt er tiltekið að Nova hafi beint kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna markaðssetningar Ring.
Ennfremur segir í tilkynningunni að starfsfólk Skipta, Símans og tengdra félaga munu vinna með Samkeppniseftireftirlitinu og aðstoða við að láta því í té öll gögn sem óskað er eftir.