Schumacher og Rosberg bjartsýnir 13. maí 2010 18:15 Michael Schumacher ekur út úr þekktum undirgöngum í Mónakó sem setja alltaf svip á mótið. Mynd: Getty Images Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes báru sig vel eftir æfingar keppnisliða á brautinni í Mónakó í dag. Rosberg náð næst besta tíma og Schumacher varð var með fimmta besta tíma dagsins í dag, aðeins 0.239 sekúndum frá tíma Fernando Alonso hjá Ferrari sem var fljótastur. "Það var mjög gaman á æfingum í dag. Það er mjög sérstakt að keyra í Mónakó og ég naut þess eftir að hafa náð taktinum sem þarf í brautinni. Sérstaklega þegar ég ók margra hringi í einum rykk", sagði Schumacher í dag. "Við getum verið nokkuð bjartsýnir, því bíllinn lætur vel af stjórn. Önnur lið hafa meiri hámarkshraða á öðrum brautum, en hafa hann ekki hér. Því þéttist hópurinn nokkuð og það verður spennandi að sjá hvað gerist í tímatökunni. Ég hlakka til hennar." Liðsfélagi Schumachers, Nico Rosberg býr í Mónakó og þekkir brautina því vel. Hann var með næst besta tíma í dag. "Við náðum góðri siglingu á seinni æfingu, eftir vandamál á þeirri fyrri. Mér leið mjög vel í bílnum og við gátum lagað uppstillingu bílsins tal á markvissan hátt. Það lítur því allt vel út fyrir tímatökuna á laugardag", sagði Rosberg. Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes báru sig vel eftir æfingar keppnisliða á brautinni í Mónakó í dag. Rosberg náð næst besta tíma og Schumacher varð var með fimmta besta tíma dagsins í dag, aðeins 0.239 sekúndum frá tíma Fernando Alonso hjá Ferrari sem var fljótastur. "Það var mjög gaman á æfingum í dag. Það er mjög sérstakt að keyra í Mónakó og ég naut þess eftir að hafa náð taktinum sem þarf í brautinni. Sérstaklega þegar ég ók margra hringi í einum rykk", sagði Schumacher í dag. "Við getum verið nokkuð bjartsýnir, því bíllinn lætur vel af stjórn. Önnur lið hafa meiri hámarkshraða á öðrum brautum, en hafa hann ekki hér. Því þéttist hópurinn nokkuð og það verður spennandi að sjá hvað gerist í tímatökunni. Ég hlakka til hennar." Liðsfélagi Schumachers, Nico Rosberg býr í Mónakó og þekkir brautina því vel. Hann var með næst besta tíma í dag. "Við náðum góðri siglingu á seinni æfingu, eftir vandamál á þeirri fyrri. Mér leið mjög vel í bílnum og við gátum lagað uppstillingu bílsins tal á markvissan hátt. Það lítur því allt vel út fyrir tímatökuna á laugardag", sagði Rosberg.
Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira