Enski boltinn

Vidic að íhuga framtíðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nemanja Vidic í leik með serbneska landsliðinu.
Nemanja Vidic í leik með serbneska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Umboðsmaður Nemanja Vidic hefur gefið í skyn að leikmaðurinn kunni að vera á leið frá Manchester United eftir HM í sumar.

Vidic hefur lengi verið sagður á leið frá United en hann lét hafa eftir sér í lok tímabilsins að hann ætlaði ekki að fara frá félaginu áður en samningur hans rennur út árið 2012.

Real Madrid hefur nú verið orðað við Vidic og umboðsmaður hans neitaði að útiloka neitt í þessum efnum.

„Það er ekkert nýtt að frétta eins og er," sagði umboðsmaðurinn Paolo Fabbri. „Nemanja er nú eingöngu að hugsa um HM í Suður-Afríku og að spila með landsliði Serbíu."

„Við erum að bíða eftir upplýsingum. Við erum að bíða eftir að Nemanja segi okkar hvað hann vill gera. Þetta er því undir honum komið. Hann mun ekki ákveða sig fyrr en eftir HM í sumar."

„Við höfum farið fram á að Manchester United gefi okkur smá tíma til að hugsa um málin en Nemanja vill ekki skoða neina möguleika fyrr en eftir HM."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×