Lífið

Tom og Katie reyna að eignast annað barn

Tom Cruise segist hafa fallið strax fyrir eiginkonu sinni, Katie Holmes.
Tom Cruise segist hafa fallið strax fyrir eiginkonu sinni, Katie Holmes.
Bandaríski hjartaknúsarinn Tom Cruise upplýsir í viðtali við OK!-tímaritið að það hafi verið ást við fyrstu sýn þegar fundum þeirra Katie Holmes bar saman. Einnig fylgir sögunni að leikarinn og eiginkonan séu að reyna eignast annað barn.

„Ég vissi að mig langaði til að giftast henni eftir fyrsta daginn með henni," sagði Cruise við tímaritið.

Ástarsamband Cruise og Holmes hefur þótt nokkuð umdeilt, ekki eingöngu vegna aldursmunarins heldur einnig vegna þeirra uppátækja sem Cruise greip til skömmu eftir að þau opinberuðu samband sitt. Frægast er sennilega þegar hann stökk upp í sófa og stóla hjá Opruh Winfrey.

Cruise segir jafnframt að Holmes hafi viðurkennt fyrir sér að þegar hún var táningur þá hafi hana dreymt um að giftast Tom Cruise. Holmes er reyndar ekki eina manneskjan sem hefur haft svona áhrif á leikarann. David Beckham kveikti svipaðar tilfinningar hjá Cruise og Katie gerði.

„Við urðum vinir strax, hann er stórkostlegur persónuleiki, faðir, eiginmaður og íþróttamaður. Hann er algjörlega frábær," sagði Cruise.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.