Viðskipti erlent

Northern Rock gæti eignast hluti í RBS og Lloyds

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Northern Rock. Mynd/ AFP.
Northern Rock. Mynd/ AFP.
Northern Rock bankinn gæti tekið yfir þá hluta af Royal Bank of Scotland og Lloyds sem bönkunum tveimur hefur verið gert að setja á sölu.

Hugmyndin hefur verið rædd í ríkisstjórn Bretlands og í bankakerfinu. Stjórn Royal Bank of Scotland telur að þessi viðskipti geti orðið til þess að auka traust á vörumerki bankans og bætt stöðu hans.

Northern Rock var skipt upp í góðar eignir og slæmar um síðustu áramót en framtíðarmarkmiðið er að einkavæða báða hlutana aftur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×