Baldvin: Kynleiðréttingin hefur engin áhrif á sambandið 9. júní 2010 11:00 Baldvin segir aðgerðina ekki koma til með að breyta nokkru í sambandinu. Vala hefur alltaf verið kona í þeirra augum. „Við höfum alltaf litið á hana sem konu þannig að þetta kemur ekki til með að hafa nokkur áhrif á sambandið okkar,“ segir Baldvin Vigfússon. Vala Grand, kærasta Baldvins, fékk ósk sína loks uppfyllta þegar hún gekkst undir aðgerð og fékk leiðréttingu á kyni sínu á sunnudag á Landspítalanum í Fossvogi. Læknirinn Gunnar Krant kom til landsins frá Svíþjóð til að framkvæma fjórar kynleiðréttingaraðgerðir – þar af tvær á Íslendingum. Minnst níu Íslendingar hafa farið út til hans í slíkar aðgerðir undanfarin ár, en hann er sagður vera einn færasti sérfræðingur Norðurlandanna á þessu sviði. Baldvin segir að þeim líði báðum vel með að þetta sé loksins búið. „Hún kemur til með að þurfa að vera á spítala í tvær vikur, en henni líður vel og er hress,“ segir Baldvin. Aðgerðin tók um fjóra og hálfan tíma og segir Baldvin biðina hafa verið erfiða. Hann var hjá henni þegar hún vaknaði sátt og glöð eftir þessa erfiðu aðgerð. Þrátt fyrir að hafa lifað sem kona síðastliðin ár var það alltaf ósk Völu að koma þessari leiðréttingu í gegn og verða kona á líkama jafnt sem sál. Elísa Björg Örlygsdóttir Husby, formaður félagsins Trans Ísland, segir kynleiðréttingarferlið taka um tvö til þrjú ár. „Ferlið skiptist í eitt ár þar sem einstaklingur er aðeins í kynhlutverkinu,“ segir hún. „Eftir það fer eitt og hálft ár í hormónameðferð áður en hægt er að fara í aðgerðina.“ Elísa Björg segir að það sé mjög persónubundið hvernig einstaklingum líði í hormónameðferðinni og eftir aðgerð, en almennt sé það erfitt og reyni mikið á einstaklinginn. „Auk þess skipta bakhjarlarnir hjá hverjum og einum miklu máli,“ segir hún. Ekkert nýtt og merkilegt tekur við hjá einstaklingnum eftir aðgerðina að mati Elísu, enda heldur fólk áfram að lifa lífi sínu mætir í vinnu og stundar félagslíf. Eini munurinn er sá að búið er að leiðrétta það sem var ekki rétt. „Mig langaði til að standa út á götu og öskra. Ég var loksins orðin ég,“ segir Elísa. „Þetta er staðfestingin á einstaklingnum. Staðfesting á hver við erum.“ linda@frettabladid.is Tengdar fréttir Íslenskur kynskiptingur og kærasti opna sig - myndband Valur Einarsson, betur þekktur sem Vala Grand Einarsdóttir, sem er á leið í kynskiptiaðgerð, verður gestur Ísland í dag sem hefst strax að loknum kvöldfréttum. Ísland í dag heimsótti Völu og kærastann hennar, Baldvin Vigfússon. Þau ræða opinskátt um ástina, hvernig þau kynntust, viðbrögð fjölskyldunnar og erfiða aðgerð sem er framundan hjá Völu þar sem kynfærin verða fjarlægð. Einnig verður farð yfir skuldastöðu heimilanna með Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra og Tryggva Þór Herbertssyni, hagfræðingi. 23. mars 2009 15:16 Vala Grand: Á morgun verð ég endurfædd sem kona Á morgun, sunnudag, fær Vala Grand kyn sitt loksins leiðrétt í átta klukkustunda aðgerð sem sænski læknirinn Gunnar Krantz framkvæmir á Landspítalanum í Fossvogi en hann er einn færasta sérfræðingur Norðurlanda á þessu sviði. Aðgerðin sem Vala gengst undir er mun erfiðari og viðameiri en aðrar aðgerðir sem falla undir lýtaaðgerðir. Vala, sem er stödd á Landspítalanum þar sem aðgerðin fer fram, skrifaði eftirfarandi til vina sinna á Facebook síðuna sína fyrir tæpri stundu: „OK svo á morgun verð ég endurfædd sem kona og verður leiðrétt kynið sem ég átti að fæðast i byrjun og mig langar til að óska vinkonu minni Sigríði Klingenberg til hamingu með afmælið. Sorry að eg komst ekki love og ég vill þakka ykkur öllum fyrir stuðning ykkar og skilning um það sem ég er að ganga i gegnum ef ég eitthvað gerist rangt í aðgerðinni þá vil ég bara segja við ykkur öll nice to known u all." 5. júní 2010 23:30 Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Sjá meira
„Við höfum alltaf litið á hana sem konu þannig að þetta kemur ekki til með að hafa nokkur áhrif á sambandið okkar,“ segir Baldvin Vigfússon. Vala Grand, kærasta Baldvins, fékk ósk sína loks uppfyllta þegar hún gekkst undir aðgerð og fékk leiðréttingu á kyni sínu á sunnudag á Landspítalanum í Fossvogi. Læknirinn Gunnar Krant kom til landsins frá Svíþjóð til að framkvæma fjórar kynleiðréttingaraðgerðir – þar af tvær á Íslendingum. Minnst níu Íslendingar hafa farið út til hans í slíkar aðgerðir undanfarin ár, en hann er sagður vera einn færasti sérfræðingur Norðurlandanna á þessu sviði. Baldvin segir að þeim líði báðum vel með að þetta sé loksins búið. „Hún kemur til með að þurfa að vera á spítala í tvær vikur, en henni líður vel og er hress,“ segir Baldvin. Aðgerðin tók um fjóra og hálfan tíma og segir Baldvin biðina hafa verið erfiða. Hann var hjá henni þegar hún vaknaði sátt og glöð eftir þessa erfiðu aðgerð. Þrátt fyrir að hafa lifað sem kona síðastliðin ár var það alltaf ósk Völu að koma þessari leiðréttingu í gegn og verða kona á líkama jafnt sem sál. Elísa Björg Örlygsdóttir Husby, formaður félagsins Trans Ísland, segir kynleiðréttingarferlið taka um tvö til þrjú ár. „Ferlið skiptist í eitt ár þar sem einstaklingur er aðeins í kynhlutverkinu,“ segir hún. „Eftir það fer eitt og hálft ár í hormónameðferð áður en hægt er að fara í aðgerðina.“ Elísa Björg segir að það sé mjög persónubundið hvernig einstaklingum líði í hormónameðferðinni og eftir aðgerð, en almennt sé það erfitt og reyni mikið á einstaklinginn. „Auk þess skipta bakhjarlarnir hjá hverjum og einum miklu máli,“ segir hún. Ekkert nýtt og merkilegt tekur við hjá einstaklingnum eftir aðgerðina að mati Elísu, enda heldur fólk áfram að lifa lífi sínu mætir í vinnu og stundar félagslíf. Eini munurinn er sá að búið er að leiðrétta það sem var ekki rétt. „Mig langaði til að standa út á götu og öskra. Ég var loksins orðin ég,“ segir Elísa. „Þetta er staðfestingin á einstaklingnum. Staðfesting á hver við erum.“ linda@frettabladid.is
Tengdar fréttir Íslenskur kynskiptingur og kærasti opna sig - myndband Valur Einarsson, betur þekktur sem Vala Grand Einarsdóttir, sem er á leið í kynskiptiaðgerð, verður gestur Ísland í dag sem hefst strax að loknum kvöldfréttum. Ísland í dag heimsótti Völu og kærastann hennar, Baldvin Vigfússon. Þau ræða opinskátt um ástina, hvernig þau kynntust, viðbrögð fjölskyldunnar og erfiða aðgerð sem er framundan hjá Völu þar sem kynfærin verða fjarlægð. Einnig verður farð yfir skuldastöðu heimilanna með Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra og Tryggva Þór Herbertssyni, hagfræðingi. 23. mars 2009 15:16 Vala Grand: Á morgun verð ég endurfædd sem kona Á morgun, sunnudag, fær Vala Grand kyn sitt loksins leiðrétt í átta klukkustunda aðgerð sem sænski læknirinn Gunnar Krantz framkvæmir á Landspítalanum í Fossvogi en hann er einn færasta sérfræðingur Norðurlanda á þessu sviði. Aðgerðin sem Vala gengst undir er mun erfiðari og viðameiri en aðrar aðgerðir sem falla undir lýtaaðgerðir. Vala, sem er stödd á Landspítalanum þar sem aðgerðin fer fram, skrifaði eftirfarandi til vina sinna á Facebook síðuna sína fyrir tæpri stundu: „OK svo á morgun verð ég endurfædd sem kona og verður leiðrétt kynið sem ég átti að fæðast i byrjun og mig langar til að óska vinkonu minni Sigríði Klingenberg til hamingu með afmælið. Sorry að eg komst ekki love og ég vill þakka ykkur öllum fyrir stuðning ykkar og skilning um það sem ég er að ganga i gegnum ef ég eitthvað gerist rangt í aðgerðinni þá vil ég bara segja við ykkur öll nice to known u all." 5. júní 2010 23:30 Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Sjá meira
Íslenskur kynskiptingur og kærasti opna sig - myndband Valur Einarsson, betur þekktur sem Vala Grand Einarsdóttir, sem er á leið í kynskiptiaðgerð, verður gestur Ísland í dag sem hefst strax að loknum kvöldfréttum. Ísland í dag heimsótti Völu og kærastann hennar, Baldvin Vigfússon. Þau ræða opinskátt um ástina, hvernig þau kynntust, viðbrögð fjölskyldunnar og erfiða aðgerð sem er framundan hjá Völu þar sem kynfærin verða fjarlægð. Einnig verður farð yfir skuldastöðu heimilanna með Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra og Tryggva Þór Herbertssyni, hagfræðingi. 23. mars 2009 15:16
Vala Grand: Á morgun verð ég endurfædd sem kona Á morgun, sunnudag, fær Vala Grand kyn sitt loksins leiðrétt í átta klukkustunda aðgerð sem sænski læknirinn Gunnar Krantz framkvæmir á Landspítalanum í Fossvogi en hann er einn færasta sérfræðingur Norðurlanda á þessu sviði. Aðgerðin sem Vala gengst undir er mun erfiðari og viðameiri en aðrar aðgerðir sem falla undir lýtaaðgerðir. Vala, sem er stödd á Landspítalanum þar sem aðgerðin fer fram, skrifaði eftirfarandi til vina sinna á Facebook síðuna sína fyrir tæpri stundu: „OK svo á morgun verð ég endurfædd sem kona og verður leiðrétt kynið sem ég átti að fæðast i byrjun og mig langar til að óska vinkonu minni Sigríði Klingenberg til hamingu með afmælið. Sorry að eg komst ekki love og ég vill þakka ykkur öllum fyrir stuðning ykkar og skilning um það sem ég er að ganga i gegnum ef ég eitthvað gerist rangt í aðgerðinni þá vil ég bara segja við ykkur öll nice to known u all." 5. júní 2010 23:30