Kirkjan og kynferðisofbeldi 20. ágúst 2010 06:00 Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg staðreynd í samfélaginu. Allar stofnanir og félagasamtök, ekki síst þau sem vinna með og í þágu barna og unglinga þurfa að vera á varðbergi og skoða starfshætti sína í því ljósi. Umliðin ár hefur verið markvisst unnið að bættum vinnubrögðum í þessum efnum innan þjóðkirkjunnar og ég tel að við séum að gera góða hluti með styrkum stuðningi trausts fagfólks. Alltaf er hægt að gera betur og bæta vinnubrögð og verkalag. Sérstakt átak í þessum málum var gert á síðastliðnu ári og er rétt að minna á það sem gert hefur verið af hálfu þjóðkirkjunnar varðandi kynferðisbrot, forvarnir og aðgerðir. Fagráð um kynferðislegt ofbeldi hefur verið starfandi innan kirkjunnar í 12 ár. Fagráðinu er ætlað að móta verklag fyrir starfsmenn kirkjunnar um það hvernig eigi að bregðast við þegar slík tilkynning berst um kynferðisbrot af hendi annars starfsmanns og hafa umsjón með að ferlinu sé fylgt. Starfsfólk í barna- og æskulýðsstarfi hefur starfað á grundvelli siðareglna og heilræða undanfarin ár þar sem sérstaklega er tekið á því hvar mörk liggja gagnvart börnum og unglingum. Kirkjuþing 2009 samþykkti siðareglur fyrir allt starfsfólk og vígða þjóna kirkjunnar. Þar segir: „Misnota aldrei aðstöðu sína eða ógna velferð skjólstæðings, svo sem með óviðeigandi hegðun, orðfæri, viðmóti, kynferðislegri eða annars konar áreitni… Minnast þess að mörk einstaklinga eru mismunandi, svo sem að snerting getur auðveldlega misskilist eða valdið óþægindum… Stofna ekki til óviðeigandi sambands við skjólstæðing og að óheimilt er að ráða fólk til starfa til að sinna börnum og ungmennum sem hlotið hafa refsidóm vegna kynferðisbrots." Í siðareglunum er og skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu skv. barnalögum þar sem segir að starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar skuli „vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis". Þessar siðareglur voru samþykktar á Kirkjuþingi 2009 og gilda fyrir alla presta og starfsmenn Þjóðkirkjunnar undantekningarlaust. Í samræmi við siðareglurnar er nú að fara af stað átak þar sem allir starfsmenn kirkjunnar verða beðnir um að samþykkja að skoða megi sakaskrá þeirra m.t.t. kynferðislegs ofbeldis, svonefnda skimun. Væntanleg er yfirlýsing er ber heitið „Kristnar kirkjur á Íslandi taka afstöðu gegn misnotkun og ofbeldi í hvaða mynd sem er". Þetta er verkefni kirkna og safnaða sem aðild eiga að Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Þjóðkirkjan hefur tekið skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum og börnum. Ég hef lýst því viðhorfi mínu oft og iðulega að kynferðisbrot og annað ofbeldi gegn konum og börnum líðist ekki innan vébanda þjóðkirkjunnar og að kirkjan taki undir með þeim einstaklingum og samtökum sem vinna að vitundarvakningu meðal þjóðarinnar um þessi alvarlegu mál. Það er mörkuð stefna þjóðkirkjunnar. Þökk sé þeim mörgu sem láta sér ekki á sama standa, sem halda vöku sinni, og leitast við að sýna umhyggju og veita hjálp og vekja samfélagið til vitundar um neyð og þjáningu annarra. Þá er einnig rétt að minna á fundargerð Kirkjuráðs frá 19. júní 2009: „Kirkjuráð tekur undir orð biskups Íslands á prestastefnu 2009 og biður þær konur og börn sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Strandveiðar - gott hráefni sem heldur vinnslunum opnum Elín Björg Ragnarsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg staðreynd í samfélaginu. Allar stofnanir og félagasamtök, ekki síst þau sem vinna með og í þágu barna og unglinga þurfa að vera á varðbergi og skoða starfshætti sína í því ljósi. Umliðin ár hefur verið markvisst unnið að bættum vinnubrögðum í þessum efnum innan þjóðkirkjunnar og ég tel að við séum að gera góða hluti með styrkum stuðningi trausts fagfólks. Alltaf er hægt að gera betur og bæta vinnubrögð og verkalag. Sérstakt átak í þessum málum var gert á síðastliðnu ári og er rétt að minna á það sem gert hefur verið af hálfu þjóðkirkjunnar varðandi kynferðisbrot, forvarnir og aðgerðir. Fagráð um kynferðislegt ofbeldi hefur verið starfandi innan kirkjunnar í 12 ár. Fagráðinu er ætlað að móta verklag fyrir starfsmenn kirkjunnar um það hvernig eigi að bregðast við þegar slík tilkynning berst um kynferðisbrot af hendi annars starfsmanns og hafa umsjón með að ferlinu sé fylgt. Starfsfólk í barna- og æskulýðsstarfi hefur starfað á grundvelli siðareglna og heilræða undanfarin ár þar sem sérstaklega er tekið á því hvar mörk liggja gagnvart börnum og unglingum. Kirkjuþing 2009 samþykkti siðareglur fyrir allt starfsfólk og vígða þjóna kirkjunnar. Þar segir: „Misnota aldrei aðstöðu sína eða ógna velferð skjólstæðings, svo sem með óviðeigandi hegðun, orðfæri, viðmóti, kynferðislegri eða annars konar áreitni… Minnast þess að mörk einstaklinga eru mismunandi, svo sem að snerting getur auðveldlega misskilist eða valdið óþægindum… Stofna ekki til óviðeigandi sambands við skjólstæðing og að óheimilt er að ráða fólk til starfa til að sinna börnum og ungmennum sem hlotið hafa refsidóm vegna kynferðisbrots." Í siðareglunum er og skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu skv. barnalögum þar sem segir að starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar skuli „vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis". Þessar siðareglur voru samþykktar á Kirkjuþingi 2009 og gilda fyrir alla presta og starfsmenn Þjóðkirkjunnar undantekningarlaust. Í samræmi við siðareglurnar er nú að fara af stað átak þar sem allir starfsmenn kirkjunnar verða beðnir um að samþykkja að skoða megi sakaskrá þeirra m.t.t. kynferðislegs ofbeldis, svonefnda skimun. Væntanleg er yfirlýsing er ber heitið „Kristnar kirkjur á Íslandi taka afstöðu gegn misnotkun og ofbeldi í hvaða mynd sem er". Þetta er verkefni kirkna og safnaða sem aðild eiga að Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Þjóðkirkjan hefur tekið skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum og börnum. Ég hef lýst því viðhorfi mínu oft og iðulega að kynferðisbrot og annað ofbeldi gegn konum og börnum líðist ekki innan vébanda þjóðkirkjunnar og að kirkjan taki undir með þeim einstaklingum og samtökum sem vinna að vitundarvakningu meðal þjóðarinnar um þessi alvarlegu mál. Það er mörkuð stefna þjóðkirkjunnar. Þökk sé þeim mörgu sem láta sér ekki á sama standa, sem halda vöku sinni, og leitast við að sýna umhyggju og veita hjálp og vekja samfélagið til vitundar um neyð og þjáningu annarra. Þá er einnig rétt að minna á fundargerð Kirkjuráðs frá 19. júní 2009: „Kirkjuráð tekur undir orð biskups Íslands á prestastefnu 2009 og biður þær konur og börn sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið."
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun