Enski boltinn

Hodgson þögull - Pellegrini í myndinni hjá Liverpool?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini. GettyImages
Roy Hodgson er ekki að gefa mikið upp varðandi áhuga Liverpool á því að fá hann til að taka við af Rafael Benítez. "Ég er mjög ánægður hjá Fulham," segir Hodgson. Hann er talinn vera efstur á óskalista Liverpool en í gær bárust fréttir af því að Kenny Dalglish, sem stýrir leitinni að nýjum stjóra, hafi hitt Manuel Pellegrini vegna starfsins. Pellegrini var rekinn frá Real Madrid eftir síðasta tímabil. Fréttirnar eru þó ekki komnar frá áreiðanlegustu miðlum í bransanum. Dalglish sjálfur er á listanum yfir þá stjóra sem koma til greina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×