Enski boltinn

Vuvuzela-lúðrar ekki bannaðir á Englandi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AP
Félög í ensku úrvalsdeildinni ætla ekki að banna Vuvuzela lúðrana á leikjum hjá sér á næsta tímabili. Hávaðinn úr þeim hefur fengið mikla umfjöllun á HM.

Flestir eru óánægðir með hávaðann sem hljómar eins og býflugnasuð í sjónvarpsútsendingum.

Borussia Dortmund í Þýskalandi hefur þegar bannað lúðrana en ensku úrvalsdeildarfélögin ætla ekki að fylgja fordæmi þess.

Stuðningsmenn Dortmund eru meðal þeirra sem framkalla hvað mestan hávaða á leikjum og hafa forráðamenn félagsins engan áhuga á því að láta lúðrana yfirgnæfa þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×