Fótbolti

Benitez svarar Hodgson fullum hálsi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Inter, á blaðamannafundinum í gær.
Rafa Benitez, stjóri Inter, á blaðamannafundinum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Rafa Benitez, stjóri Inter, hefur svarað ummælum Roy Hodgson, knattspyrnustjóra Liverpool, fullum hálsi.

Hodgson sagði í síðustu viku að félagið hefði gert nokkur dýrkeypt mistök síðustu ár en Benitez var áður stjóri Liverpool áður en Hogdson tók við í sumar.

„Hann er að tala um hluti sem hann hefur ekki vit á," sagði Benitez á blaðamannafundi fyrir leik Inter gegn Tottenham í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fyrir nokkru gagnrýndi Benitez fyrrum eigendur Liverpool vegna atvika sem urðu til þess að hann fór frá félaginu. „Á Spáni er sagt að hvítur vökvi í flösku hljóti að vera mjólk."

Í gær notaði hann svipaðar aðferðir til að beina spjótum sínum að Hodgson.

„Sumt fólk getur ekki séð prest á sykurfjalli," sagði Benitez.

„Ég held að hr. Hogson, hann skilur ekki. Hver einasti blaðamannafundur er verri en hinn sem var á undan. Hann er að tala um hluti sem hann hefur ekki vit á. Og sumt fólk getur ekki séð prest á sykurfjalli."

„Það getur vel verið að hann hafi verið í aðeins stuttan tíma í Liverpool. En það sem við gerðum var að fylla stuðningsmenn Liverpool stolti á nýjan leik. Við börðumst fyrir stuðningsmennina, við börðumst fyrir félagið og við börðumst fyrir leikmennina okkar. Kannski skilur hann þetta ekki."

„Ég var með leikmannahóp sem var 300 milljóna punda virði þó svo að ég hafi aðeins eytt tíu milljónum nettó. Ég var með þrettán landsliðsmenn í hópnum."

„Þannig að ég held að hann ætti frekar að einbeita sér að sínu starfi í stað þess að tala um hitt og þetta. Það væri það besta fyrir félagið og stuðningsmenn þess."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×