Lífið

Mikil aðsókn á Bræðsluna

Magni Ásgeirsson stundar heyskap á milli þess sem hann leggur lokahönd á Bræðsluna sem haldin verður á laugardaginn.
Magni Ásgeirsson stundar heyskap á milli þess sem hann leggur lokahönd á Bræðsluna sem haldin verður á laugardaginn.
„Þetta er allt að smella saman og fjöldi fólks á svæðinu nú þegar,“ segir Magni Ásgeirson, annar skipuleggjandi Bræðslunnar, sem fer fram um helgina á Borgarfirði eystri, en þegar Fréttablaðið náði af söngvaranum tali var hann í miðjum heyskap í sólinni fyrir austan. „Miðarnir voru að seljast upp í forsölu og eigum við því von á góðri helgi hér á Borgarfirði,“ segir Magni og drepur á dráttarvélinni.

Þetta er í sjötta sinn sem bæjarbúar á Borgarfirði eystri taka á móti tónlistarunnendum en Magni segir að tónleikarnir séu orðin góð afsökun fyrir brottflutta Borgfirðinga og ættingja til að koma í heimsókn „Þetta er nú bara eins konar ættarmót og það er tjaldað í hverjum garði,“ segir Magni en bætir við að stórt og flott tjaldstæði sé einnig í bænum.

Tónleikarnir sjálfir fara fram annað kvöld í síldarbræðslunni en þar munu meðal annars koma fram hljómsveitin Dikta, KK og Ellen en einnig stígur á svið sænsk/breska indípoppbandið Fanfarlo. „Platan þeirra Reservoir er plata vikunnar á Rás tvö og þar sem það er eina útvarpsstöðin sem næst hér er ég búinn að hlusta ansi oft á plötuna þessa vikuna,“ segir Magni og bætir við að honum lítist vel á og hlakki til að sjá sveitina á laugardagskvöld. - áp





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.