Raikkönen ekki í Formúlu 1 2011 29. október 2010 09:37 Það hefur ekki allt gengið eftir bókinni hjá Raikkönen. Hann hefur lent í ýmsum uppákomum í mótum og sést hér skoða bíl sinn eftir óhapp í upphitun fyrir HM mótið í Japan. Mynd: Getty Images/Massimo Bettiol Umboðsmaður Kimi Raikkönen segir að hann keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári, en nokkur umræða hefur verið um að hann mætti í slaginn aftur. Um tíma var mikil umfjöllun um möguleika hans á sæti hjá Renault, en hann eyddi þeim hugmyndum fyrir nokkru. "Við erum ekki að leita eftir tækifærum í Formúlu 1. Kimi hefur augastað á rallakstri", sagði Steve Robertson í samtali við finnsku MTV3 sjónvarpsstöðina samkvæmt frétt á autosport.com. Sú stöð sýnir frá Formúlu 1 mótum, en Robertson er í umboðsmannateymi Raikkönens. Raikkönen hefur keppt í rallakstri á þessu ári með Citroen, með stuðningi frá Red Bull samsteypunni og hefur hann áhuga á að halda því áfram. Samkvæmt því sem Robertson segir er ekkert fast í hendi hvað það varðar fyrir næsta ár. Bílaframleiðandinn Mini mætir í slaginn í nokkur mót á næsta ári og hefur sýnt Raikkönen áhuga. Mini bíllinn verður undir handleiðslu Prodrive fyrirtækisins, sem sá um Subaru á sínum tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. BMW er eigandi að Mini merkinu í dag og verður BMW vél í Mini rallbílnum. Að sögn Robertson eru þeir í viðræðum við nokkur lið hvað heimsmeistarakeppnina í rallakstri varðar og hann segist ekki afskrifa endurkomu Raikkönen í Formúlu 1 í framtíðinni. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Umboðsmaður Kimi Raikkönen segir að hann keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári, en nokkur umræða hefur verið um að hann mætti í slaginn aftur. Um tíma var mikil umfjöllun um möguleika hans á sæti hjá Renault, en hann eyddi þeim hugmyndum fyrir nokkru. "Við erum ekki að leita eftir tækifærum í Formúlu 1. Kimi hefur augastað á rallakstri", sagði Steve Robertson í samtali við finnsku MTV3 sjónvarpsstöðina samkvæmt frétt á autosport.com. Sú stöð sýnir frá Formúlu 1 mótum, en Robertson er í umboðsmannateymi Raikkönens. Raikkönen hefur keppt í rallakstri á þessu ári með Citroen, með stuðningi frá Red Bull samsteypunni og hefur hann áhuga á að halda því áfram. Samkvæmt því sem Robertson segir er ekkert fast í hendi hvað það varðar fyrir næsta ár. Bílaframleiðandinn Mini mætir í slaginn í nokkur mót á næsta ári og hefur sýnt Raikkönen áhuga. Mini bíllinn verður undir handleiðslu Prodrive fyrirtækisins, sem sá um Subaru á sínum tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. BMW er eigandi að Mini merkinu í dag og verður BMW vél í Mini rallbílnum. Að sögn Robertson eru þeir í viðræðum við nokkur lið hvað heimsmeistarakeppnina í rallakstri varðar og hann segist ekki afskrifa endurkomu Raikkönen í Formúlu 1 í framtíðinni.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira