Kaffi gæti hækkað um allt að 30 prósent 1. september 2010 06:15 Kaffi gæti hækkað um allt að 30 prósent, að sögn framkvæmdastjóra Ó. Johnson og Kaaber ehf. Fréttablaðið/ Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur hækkað um 33 prósent frá því í júní sökum uppskerubrests og breytinga á kaupháttum. Kaffiverð hefur ekki verið hærra í 13 ár og segja íslenskir kaffiframleiðendur að verðhækkanir séu óhjákvæmilegar hér á landi. „Síðastliðin tvö og hálft ár hefur hráefnisverð til okkar hækkað um 123 prósent,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og eigandi Kaffitárs. „Við höfum frá ársbyrjun 2008 hækkað verð um 39 prósent, sem þýðir að verulega er gengið á framlegð fyrirtækisins.“ Aðalheiður gerir ráð fyrir enn frekari hækkunum í september, en þó aldrei meira en tíu prósent. Hún segir ekki koma til greina að skipta um birgja og kaupa ódýrara kaffi. „Um 70 prósent af okkar kaffi eru keypt frá bændum sem við höfum verslað við í mörg ár. Þeirra afkoma er háð okkar kaupum.“ Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber ehf., tekur undir með Aðalheiði og segir áframhaldandi verðhækkanir óumflýjanlegar og möguleiki sé á allt að 30 prósenta hækkun. Mest sé hækkunin á kaffi frá Kólumbíu sökum uppskerubrests þar í landi en einnig hefur áhrif aukin sala á hráefni umfram hlutabréf í fyrirtækjum, sem gerir það að verkum að skortur er á hrávöru. Sigmundur Dýrfjörð, framkvæmdastjóri hjá Te og kaffi, segir hækkanirnar vera mismiklar eftir löndum og fyrirtækið hafi þurft að draga gífurlega úr sölu á ýmsum gæðategundum. Þá tekur hann undir með Ólafi að ein ástæðan fyrir hækkunum sé sala hráefnis umfram hlutabréf á markaðnum, ofan á uppskerubrest. „Við erum búin að rýna í þetta og vonast til þess að sterkara gengi komi til móts við okkur, en það er því miður ekki raunin.“ Verðhækkanir á innkaupum hjá Te og kaffi nema allt að 50 prósentum og hafa sumar tegundir alveg dottið út. Sigmundur segist þó ekki sjá fram á að hækkanirnar muni skila sér inn á kaffihúsin í bráð. „Kaffið er ódýrasti hlutinn af kaffibollanum. Vélabúnaðurinn, húsaleigan og laun starfsmanna spila þar stærstan hlut,“ segir hann. „Þó svo að kaffið hækki verulega í verði hefur það ekki gríðarleg áhrif á bollann sem slíkan.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur hækkað um 33 prósent frá því í júní sökum uppskerubrests og breytinga á kaupháttum. Kaffiverð hefur ekki verið hærra í 13 ár og segja íslenskir kaffiframleiðendur að verðhækkanir séu óhjákvæmilegar hér á landi. „Síðastliðin tvö og hálft ár hefur hráefnisverð til okkar hækkað um 123 prósent,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og eigandi Kaffitárs. „Við höfum frá ársbyrjun 2008 hækkað verð um 39 prósent, sem þýðir að verulega er gengið á framlegð fyrirtækisins.“ Aðalheiður gerir ráð fyrir enn frekari hækkunum í september, en þó aldrei meira en tíu prósent. Hún segir ekki koma til greina að skipta um birgja og kaupa ódýrara kaffi. „Um 70 prósent af okkar kaffi eru keypt frá bændum sem við höfum verslað við í mörg ár. Þeirra afkoma er háð okkar kaupum.“ Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber ehf., tekur undir með Aðalheiði og segir áframhaldandi verðhækkanir óumflýjanlegar og möguleiki sé á allt að 30 prósenta hækkun. Mest sé hækkunin á kaffi frá Kólumbíu sökum uppskerubrests þar í landi en einnig hefur áhrif aukin sala á hráefni umfram hlutabréf í fyrirtækjum, sem gerir það að verkum að skortur er á hrávöru. Sigmundur Dýrfjörð, framkvæmdastjóri hjá Te og kaffi, segir hækkanirnar vera mismiklar eftir löndum og fyrirtækið hafi þurft að draga gífurlega úr sölu á ýmsum gæðategundum. Þá tekur hann undir með Ólafi að ein ástæðan fyrir hækkunum sé sala hráefnis umfram hlutabréf á markaðnum, ofan á uppskerubrest. „Við erum búin að rýna í þetta og vonast til þess að sterkara gengi komi til móts við okkur, en það er því miður ekki raunin.“ Verðhækkanir á innkaupum hjá Te og kaffi nema allt að 50 prósentum og hafa sumar tegundir alveg dottið út. Sigmundur segist þó ekki sjá fram á að hækkanirnar muni skila sér inn á kaffihúsin í bráð. „Kaffið er ódýrasti hlutinn af kaffibollanum. Vélabúnaðurinn, húsaleigan og laun starfsmanna spila þar stærstan hlut,“ segir hann. „Þó svo að kaffið hækki verulega í verði hefur það ekki gríðarleg áhrif á bollann sem slíkan.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira