Tónlist

Muse-maður heldur ræðu í Norræna húsinu

Safta Jaffery, viðskiptaráðgjafi Muse, heldur ræðu á fræðslukvöldi Útón í kvöld.
Safta Jaffery, viðskiptaráðgjafi Muse, heldur ræðu á fræðslukvöldi Útón í kvöld.

Safta Jaffery, viðskiptaráðgjafi Muse og umboðsmaður hljóðupptökustjóra, verður á mælendaskrá þeirra sem koma fram á fræðslukvöldi Útón í Norræna húsinu í kvöld.

Safta stofnaði árið 1996 framleiðslufyrirtækið Taste Media og ári síðar kynntist hann Muse í gegnum umboðsmann Dennis Smith, eiganda Sawmills-hljóðversins. Þeir lögðu saman grunninn að velgengni Muse og Safta er enn þá einn helsti viðskiptaráðgjafi hljómsveitarinnar. Þess má geta að Safta var á meðal gesta í kynningarpartíi Útóns í Los Angeles á dögunum þar sem Emilíana Torrini tróð upp.

Ásamt Safta tala á fræðslukvöldinu þau Eiður Arnarsson, útgáfustjóri hjá Senu, Tómas Þorvaldsson lögmaður og Silja Bára Ómarsdóttir. Skráning á fræðslukvöldið fer fram hjá thorey@utflutningsrad.is.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×