Innlent

Kosningaumfjöllun Stöðvar 2 hefst í kvöld

Kosningarnar fara fram eftir viku.
Kosningarnar fara fram eftir viku.
Kosningaumfjöllun Stöðvar 2 hefst í kvöld og stendur allt fram að sveitarstjórnarkosningum laugardaginn 29. maí. Málefnum stærstu kjördæma landsins verða gerð skil og talað við frambjóðendur.

„Við hefjum snarpa umfjöllun um kosningarnar í kvöld og byrjum á Árborg og Ísafirði,“ segir Lóa Pind Aldísardóttir sem heldur utan um umfjöllunina ásamt Kristjáni Má Unnarssyni og Helgu Arnardóttur.

„Meginlínan er sú að við spjöllum við fólk úr ýmsum stéttum og fáum að vita hvað brennur helst á því varðandi sveitarstjórnarkosningarnar. Í einhverjum tilfellum berum við upp beinar spurningar kjósenda við frambjóðendur. Áhorfendur mega því eiga von á snarpri og áhugaverðri

umfjöllun um heitustu málin í þessum kosningum,“ segir Lóa.

Kosningaumfjöllunin hefst að loknum fréttum en Ísland í dag fellur niður í næstu viku. „Við tökum átta sveitarfélög fyrir,“ segir Lóa. Það eru: Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Akureyri, Reykjanesbær, Árborg, Fjarðabyggð og Ísafjörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×