Lífið

Ekkjan vill bætur

Ekkja leikarans vill skaðabætur vegna dauða eiginmanns síns.
Ekkja leikarans vill skaðabætur vegna dauða eiginmanns síns.
Ekkja leikarans Davids Carradine hefur krafið franskt kvikmyndafyrirtæki um skaðabætur vegna dauða hans. Fyrirtækið MS2 SA stóð á bak við síðustu mynd Carradines sem var tekin upp í Bangkok í Taílandi. Ekkjan, Anne Carradine, segir að fyrirtækið hafi ekki verndað eiginmann sinn sem skyldi. Hann fannst látinn í fataskáp, nakinn og hangandi í snúru, 72 ára gamall.

Talið er að kynlífsathöfn hafi farið úr böndunum. Eiginkonan segir að aðstoðarmenn Carradine og aðrir úr tökuliðinu hafi farið í kvöldmat án leikarans í annan hluta borgarinnar, rétt áður en hann dó, og því ekki sinnt starfi sínu nógu vel. Ekkjan hefur einnig átt erfitt með að fá tryggingabætur í gegnum fyrirtækið vegna fráfalls eiginmannsns.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.